Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. febrúar 2019 18:20 Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda