Fasteignafélögin eru ódýrari en á hinum Norðurlöndunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. febrúar 2019 07:15 Reitir greiða hæstu fasteignagjöldin í Kauphöllinni. Fréttablaðið/Anton Brink Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Íslensku fasteignafélögin eru töluvert ódýrari en þau á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til verðkennitalna. Horft til rekstrarhagnaðar að teknu tilliti til heildarvirðis, það er hlutafjár og skulda, eru íslensku félögin rúmlega 20 prósent ódýrari. Eiginfjárhlutfall íslensku fasteignafélaganna er um 32 prósent samanborið við um 50 prósent hjá norrænu fasteignafélögunum. Þetta kemur fram í greiningu Capacent. Að mati Capacent eru fasteignafélögin vanmetin á markaði. Markaðsgengi Reita er 72,8 en Capacent metur það á 96 krónur á hlut, gengi Eikar er 8,55 á markaði en verðmatsgengið er 11,3 og markaðsgengi Regins er 21,5 en verðmatið hljóðar upp á 25,3. Af fasteignafélögunum þremur í Kauphöll á sviði atvinnuhúsnæðis er Eik með hæsta leiguarðsemi. Meðalleiguarðsemi Eikar frá árinu 2014 hefur verið 6,4 prósent, Reita 5,8 prósent og Regins um 5,7 prósent. Leiguarðsemi félaganna hefur lækkað á undanförnum árum, einkum vegna hærri fasteignagjalda, að því er fram kemur í greiningunni. Leigutekjur Reita greiða hraðast upp virði fjárfestingareigna eða á 12,2 árum, það tekur 12,6 ár hjá Eik og 14,6 ár hjá Regin. Út frá þessu má draga þá ályktun að hæst leiga sé greidd að meðaltali af eignum Reita miðað við undirliggjandi verðmæti eignanna. „Hér verður þó að hafa í huga að 10 prósent tekna Eikar eru af hótelrekstri og teljast ekki til leigutekna. Einhverjum þykir ef til vil skrýtið að Reitir hafi hagstæðasta leigumargfaldarann þegar leiguarðsemi félagsins er mun lægri en Eikar. Ástæða þess virðist liggja í hærri rekstrarkostnaði Reita. Hér vegur þungt að fasteignagjöld Reita af fasteignamati eru hæst meðal fasteignafélaganna og hærri en hjá Eik,“ segir í greiningunni. Samkvæmt útreikningum Capacent er virði yfirfæranlegs skattalegs taps hjá Reitum 5,3 milljarðar króna, 1,4 milljarðar hjá Eik og 0,5 milljarðar hjá Regin.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira