Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:01 Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvin. Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“