Sýnum Ísrael enga miskunn! Ívar Halldórsson skrifar 6. febrúar 2019 10:50 Verkalýðsforingi sakar Ísraela um morð og pyntingar. Tekur hún þá sérstaklega fram morð á börnum. Ég vil gera athugasemd við þetta útspil af því að hér eru stór orð látin falla sem fela í sér grófar ásakanir; ásakanir sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum þegar öll spil eru á borði. Innistæðulausar upphrópanir og hótanir heyrast oft frá illa upplýstum eyjarskeggjum úti á miðju Atlantshafi í garð lítils en öflugs lýðræðisríkis; sem umkringt hatursfullum nágrönnum berst daglega fyrir tilvist sinni. Við höldum því miður að við séum nægilega vel upplýst til að hjóla í „þetta pakk“, vopnuð vel völdum fyrirsögnum af forsíðum fréttablaðanna. En ekki er öll sagan sögð.Ekkert aldurstakmark í fremstu víglínu Herinn sem ver lýðræðisríkið Ísrael fyrir árásum hryðjuverkamanna er ekki sérskipuð barnamorðingjasveit þótt að börn deyji í átökum milli þjóðanna. Þeim sem teflt er fram í fremstu víglínu stríðsátaka eru ævinlega í mestri hættu. Þeir sem hafa fylgst vel með án þess að láta oft afvegaleiðandi fyrirsagnir fjölmiðla trufla sig of mikið vita að hryðjuverkastjórn Hamas hefur hvatt landa sína til að senda palestínsk börn í fremstu víglínu og setja með þessum grimmilegu aðgerðum Ísraela í ómögulega stöðu; að hindra hryðjuverk án þess að saklaus börn falli í valinn. Þessar hvatningar palestínskra stjórnarmanna eru til á fjölmörgum myndbandsupptökum. Einnig eru til mjög nýlegar upptökur af palestínskum öfgamönnum að ganga með börn sín út á vígvöllinn, á meðan þeir ákalla nafn Allah og biðja hann að heiðra fórn sína. Það er hræðilegt að horfa upp á slíka mannvonsku með eigin augum! Slíkar upptökur eru þó aldrei sýndar í íslenskum fjölmiðlum. Stríð en ekki mótmæli Þegar vopnaðir Palestínumenn ráðast að landamærum Ísraela með logandi flugdreka, sprengjur og hnífa (líka til á myndböndum) og setja líf ísraelskra fjölskyldna í hættu, er eðlilegt að Ísraelsher bregðist við – eins og hver annar varnarher myndi gera. Í öllum löndum er slíkt kallað „stríð“, en einhverra hluta vegna, þegar átt er við átök Palestínumanna og Ísraelsmanna er talað um mótmæli - að palestínskir séu myrtir meðan þeir mótmæla friðsamlega.“ Þetta eru falskar fréttir sem halda einfaldlega ekki vatni. Fólk á jafnvel að trúa því að Ísraelsmönnum leiðist svo mikið lætin í mótmælendum að þeir myrði palestínsk börn að ástæðulausu og jafnvel sér til gamans. Mótmælaskiltin móðgi þá kannski svo mikið að þeir finna sig knúna til að miða byssum á saklaus börn og láta þau gjalda fyrir slæm slagorð friðelskandi mótmælenda. Þvílík fjarstæða – hér vantar einfalda rökhugsun!Í helgreipum Hamas Þeir sem hafa heimsótt Ísrael og farið yfir á svæði Palestínumanna til að kynna sér raunverulegt ástand beggja megin landamæranna vita að ekki er allt með felldu þegar kemur að umfjöllun fjölmiðla um þessi mál. Þeir sem hafa t.d. rætt við palestínska borgara og ísraelska araba undir fjögur augu um ástandið vita að nær allir eru sammála um að hryðjuverkastjórn Hamas heldur borgurum sínum í helgreipum. „Slæm stjórn!“ segja heimamenn og fullyrða sjálfir að engin lausn verði á deilum meðan hryðjuverkastjórnin Hamas er við lýði. Heimamenn benda á Hamas á meðan við „sem vitum allt betur en allir“ bendum á Ísrael. Ég hef sjálfur farið til Ísrael og Palestínu og kynnt mér menninguna, ástandið og viðhorf heimamanna. Því miður draga fjölmiðlar upp mjög skakka mynd af þessu öllu – sem er ekki síður slæmt fyrir saklausa palestínska borgara sem vilja bara frið og þrá að geta fagnað frelsi og fjölbreytni þeirri sem finnst í Ísrael; þjóð sem ekki er stjórnað af hryðjuverkastjórn, heldur af lýðræðislegri stjórn sem ísraelskir borgarar og fjölskyldur kjósa til valda í lýðræðislegum kosningum eins og hér á Íslandi. Hryðjuverkamönnum hampað Palestínumenn þjást – það er rétt! En ekki vegna þess að Ísraelum finnst skemmtilegt að myrða börn. Þeir þjást vegna þess að þeir eru kúgaðir af öfgastjórn Hamas sem sendir hiklaust fólk út í opinn dauðann í nafni Allah! Ekki eru þeir þó ásakaðir um að myrða börn og pynta saklausa palestínska borgara. Þeir sleppa alltaf með skrekkinn á meðan saklausir palestínskir borgarar þjást undir harðstjórn þeirra. Frá unga aldri er palestínskum börnum kennt að hata Ísraela og að hylla hugdjarfa hryðjuverkamenn Hamas sem sprengja upp ísraelskar rútur eða myrða ísraelska borgara með köldu blóði. Skólar eru nefndir í höfuðið á hryðjuverkamönnum sem hafa drepið saklausa ísraelska borgara. Þetta hefur ekki farið fram hjá myndavélum heldur – reyndar er þetta ekkert launungarmál þar í landi. Þetta er opinber vitneskja - skráð og skjalfest, þótt við fáum þessar upplýsingar á silfurbakka hér heima. Ekki halda að við séum að gera saklausum palestínskum borgurum einhvern greiða með því að horfa fram hjá alvarlegum stríðsglæpum hryðjuverkasamtaka á meðan við öndum andfúl og almennt óupplýst ofan í hálsmál Ísraelsmanna.Fjármagna ekki hryðjuverkastarfsemi Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að hætta að senda fjármagn til palestínskra stjórnvalda eftir að ljóst er að fjármagnið er ekki notað til að styrkja stöðu palestínskra borgara hvað varðar húsnæði, menntun o.þ.h. – heldur er það notað til að fjármagna stríðsrekstur og hryðjuverkastarfsemi. Þetta er vísbending um að stjórnarhættir Hamas séu á afar gráu svæði – eða öllu heldur á kolsvörtu svæði. Enda er alveg einstaklega merkilegt að við sem fordæmum hryðjuverk sem framin eru hér í nágrannalöndum og víðs vegar um heim forðumst að fordæma yfirlýsta hryðjuverkastjórn fyrir augljós hryðjuverk gegn saklausum ísraelskum fjölskyldum - og einnig fyrir þá skelfilegu ógnarstjórn sem rænir saklausar palestínskar fjölskyldur frelsi, frið og sjálfsögðum mannréttindum.Falskar fréttir reiða okkur Hér er ekki um að ræða eintómar og óstaðfestar kenningar. Þetta eru staðreyndir sem eru aðgengilegar öllum sem vilja kynna sér hvað býr að baki þessum endalausu átökum. Færibandafréttir flestra fjölmiðla frá þessu átakasvæði eru alls ekki byggðar á yfirgripsmikilli rannsóknarvinnu blaðamanna – og þá síst hér heima. Þetta hafa innlendir fulltrúar fjölmiðla viðurkennt. Fjölmiðlar hér heima hafa þurft að leiðrétta fréttir af átökunum eftir ábendingar um rangfærslur vegna hlutdrægni heimspressunnar sem fær því miður ekki alltaf upplýsingar frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Það er búið að draga upp villandi og ranga mynd af átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs sem gerir friðelskandi fólk hérlendis og erlendis reitt á fölskum forsendum. Að taka Ísraelsmenn alltaf sérstaklega fyrir og horfa fram hjá hatursfullum hryðjuverkum Hamas er tvískinnungsháttur á hæsta stigi. Að horfa fram hjá sekt annars aðilans til að þyngja sök hins er ekki siðferðislega rétt.Kjósa ekki yfir sig morðóða „bavíana“ Auðvitað hafa Ísraelsmenn gert mörg mistök eins og aðrar þjóðir. Mistök eiga þá enn fremur og alltaf sér stað í stríði. En þessi mýta um að Ísraelsmenn séu morðóðir og miskunnarlausir „bavíanar“ heldur einfaldlega ekki vatni þegar hlutir eru settir í rökrétt samhengi. Ísrael er eina þjóðin fyrir botni Miðjarðarhafs sem lofsamar lýðræði, mannréttindi, kvenréttindi eins og við, og berst fyrir fjölbreytileikanum eins og siðaðar vestrænar þjóðir. Hún gæti því aldrei komist upp með að stunda hatursmorð í skjóli nætur. Innri stöðugleiki þjóðfélagsins myndi engan veginn haldast. Í samfélagi þar sem arabar, Palestínumenn, múslimar, gyðingar, gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, kristnir, femínistar o.s.frv. búa í sátt og samlyndi og skapa saman eitt mest tæknivædda og framsæknasta lýðræðisríki í heimi er ekki pláss fyrir fornaldarstefnur sem fela í sér þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu og barnamorð eins og sumir þjóðþekktir Íslendingar fullyrða þó - en án góðra raka. Lýðræðislegt þjóðfélag kallar ekki yfir sig slíka stjórn aftur og aftur. Þetta vitum við sem þekkjum lýðræðið! Við skulum þó ekki ganga svo langt að leyfa Ísraelsmönnum að sigra Júróvisjón aftur! Þar legg ég til að við sýnum þeim enga miskunn! Heimsækjum Tel Aviv með tónlistarfólki okkar sem keppir í Júróvisjón í hinni lýðræðislegu og litríku menningarborg; borg sem fagnar fjölbreytileika, mannréttindum, trúfrelsi og frábærri tónlist. Syngjum af okkur eyrun og fögnum þegar framlag okkar verður flutt fyrir heimsbyggðina! Áfram Ísland! Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Verkalýðsforingi sakar Ísraela um morð og pyntingar. Tekur hún þá sérstaklega fram morð á börnum. Ég vil gera athugasemd við þetta útspil af því að hér eru stór orð látin falla sem fela í sér grófar ásakanir; ásakanir sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum þegar öll spil eru á borði. Innistæðulausar upphrópanir og hótanir heyrast oft frá illa upplýstum eyjarskeggjum úti á miðju Atlantshafi í garð lítils en öflugs lýðræðisríkis; sem umkringt hatursfullum nágrönnum berst daglega fyrir tilvist sinni. Við höldum því miður að við séum nægilega vel upplýst til að hjóla í „þetta pakk“, vopnuð vel völdum fyrirsögnum af forsíðum fréttablaðanna. En ekki er öll sagan sögð.Ekkert aldurstakmark í fremstu víglínu Herinn sem ver lýðræðisríkið Ísrael fyrir árásum hryðjuverkamanna er ekki sérskipuð barnamorðingjasveit þótt að börn deyji í átökum milli þjóðanna. Þeim sem teflt er fram í fremstu víglínu stríðsátaka eru ævinlega í mestri hættu. Þeir sem hafa fylgst vel með án þess að láta oft afvegaleiðandi fyrirsagnir fjölmiðla trufla sig of mikið vita að hryðjuverkastjórn Hamas hefur hvatt landa sína til að senda palestínsk börn í fremstu víglínu og setja með þessum grimmilegu aðgerðum Ísraela í ómögulega stöðu; að hindra hryðjuverk án þess að saklaus börn falli í valinn. Þessar hvatningar palestínskra stjórnarmanna eru til á fjölmörgum myndbandsupptökum. Einnig eru til mjög nýlegar upptökur af palestínskum öfgamönnum að ganga með börn sín út á vígvöllinn, á meðan þeir ákalla nafn Allah og biðja hann að heiðra fórn sína. Það er hræðilegt að horfa upp á slíka mannvonsku með eigin augum! Slíkar upptökur eru þó aldrei sýndar í íslenskum fjölmiðlum. Stríð en ekki mótmæli Þegar vopnaðir Palestínumenn ráðast að landamærum Ísraela með logandi flugdreka, sprengjur og hnífa (líka til á myndböndum) og setja líf ísraelskra fjölskyldna í hættu, er eðlilegt að Ísraelsher bregðist við – eins og hver annar varnarher myndi gera. Í öllum löndum er slíkt kallað „stríð“, en einhverra hluta vegna, þegar átt er við átök Palestínumanna og Ísraelsmanna er talað um mótmæli - að palestínskir séu myrtir meðan þeir mótmæla friðsamlega.“ Þetta eru falskar fréttir sem halda einfaldlega ekki vatni. Fólk á jafnvel að trúa því að Ísraelsmönnum leiðist svo mikið lætin í mótmælendum að þeir myrði palestínsk börn að ástæðulausu og jafnvel sér til gamans. Mótmælaskiltin móðgi þá kannski svo mikið að þeir finna sig knúna til að miða byssum á saklaus börn og láta þau gjalda fyrir slæm slagorð friðelskandi mótmælenda. Þvílík fjarstæða – hér vantar einfalda rökhugsun!Í helgreipum Hamas Þeir sem hafa heimsótt Ísrael og farið yfir á svæði Palestínumanna til að kynna sér raunverulegt ástand beggja megin landamæranna vita að ekki er allt með felldu þegar kemur að umfjöllun fjölmiðla um þessi mál. Þeir sem hafa t.d. rætt við palestínska borgara og ísraelska araba undir fjögur augu um ástandið vita að nær allir eru sammála um að hryðjuverkastjórn Hamas heldur borgurum sínum í helgreipum. „Slæm stjórn!“ segja heimamenn og fullyrða sjálfir að engin lausn verði á deilum meðan hryðjuverkastjórnin Hamas er við lýði. Heimamenn benda á Hamas á meðan við „sem vitum allt betur en allir“ bendum á Ísrael. Ég hef sjálfur farið til Ísrael og Palestínu og kynnt mér menninguna, ástandið og viðhorf heimamanna. Því miður draga fjölmiðlar upp mjög skakka mynd af þessu öllu – sem er ekki síður slæmt fyrir saklausa palestínska borgara sem vilja bara frið og þrá að geta fagnað frelsi og fjölbreytni þeirri sem finnst í Ísrael; þjóð sem ekki er stjórnað af hryðjuverkastjórn, heldur af lýðræðislegri stjórn sem ísraelskir borgarar og fjölskyldur kjósa til valda í lýðræðislegum kosningum eins og hér á Íslandi. Hryðjuverkamönnum hampað Palestínumenn þjást – það er rétt! En ekki vegna þess að Ísraelum finnst skemmtilegt að myrða börn. Þeir þjást vegna þess að þeir eru kúgaðir af öfgastjórn Hamas sem sendir hiklaust fólk út í opinn dauðann í nafni Allah! Ekki eru þeir þó ásakaðir um að myrða börn og pynta saklausa palestínska borgara. Þeir sleppa alltaf með skrekkinn á meðan saklausir palestínskir borgarar þjást undir harðstjórn þeirra. Frá unga aldri er palestínskum börnum kennt að hata Ísraela og að hylla hugdjarfa hryðjuverkamenn Hamas sem sprengja upp ísraelskar rútur eða myrða ísraelska borgara með köldu blóði. Skólar eru nefndir í höfuðið á hryðjuverkamönnum sem hafa drepið saklausa ísraelska borgara. Þetta hefur ekki farið fram hjá myndavélum heldur – reyndar er þetta ekkert launungarmál þar í landi. Þetta er opinber vitneskja - skráð og skjalfest, þótt við fáum þessar upplýsingar á silfurbakka hér heima. Ekki halda að við séum að gera saklausum palestínskum borgurum einhvern greiða með því að horfa fram hjá alvarlegum stríðsglæpum hryðjuverkasamtaka á meðan við öndum andfúl og almennt óupplýst ofan í hálsmál Ísraelsmanna.Fjármagna ekki hryðjuverkastarfsemi Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að hætta að senda fjármagn til palestínskra stjórnvalda eftir að ljóst er að fjármagnið er ekki notað til að styrkja stöðu palestínskra borgara hvað varðar húsnæði, menntun o.þ.h. – heldur er það notað til að fjármagna stríðsrekstur og hryðjuverkastarfsemi. Þetta er vísbending um að stjórnarhættir Hamas séu á afar gráu svæði – eða öllu heldur á kolsvörtu svæði. Enda er alveg einstaklega merkilegt að við sem fordæmum hryðjuverk sem framin eru hér í nágrannalöndum og víðs vegar um heim forðumst að fordæma yfirlýsta hryðjuverkastjórn fyrir augljós hryðjuverk gegn saklausum ísraelskum fjölskyldum - og einnig fyrir þá skelfilegu ógnarstjórn sem rænir saklausar palestínskar fjölskyldur frelsi, frið og sjálfsögðum mannréttindum.Falskar fréttir reiða okkur Hér er ekki um að ræða eintómar og óstaðfestar kenningar. Þetta eru staðreyndir sem eru aðgengilegar öllum sem vilja kynna sér hvað býr að baki þessum endalausu átökum. Færibandafréttir flestra fjölmiðla frá þessu átakasvæði eru alls ekki byggðar á yfirgripsmikilli rannsóknarvinnu blaðamanna – og þá síst hér heima. Þetta hafa innlendir fulltrúar fjölmiðla viðurkennt. Fjölmiðlar hér heima hafa þurft að leiðrétta fréttir af átökunum eftir ábendingar um rangfærslur vegna hlutdrægni heimspressunnar sem fær því miður ekki alltaf upplýsingar frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Það er búið að draga upp villandi og ranga mynd af átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs sem gerir friðelskandi fólk hérlendis og erlendis reitt á fölskum forsendum. Að taka Ísraelsmenn alltaf sérstaklega fyrir og horfa fram hjá hatursfullum hryðjuverkum Hamas er tvískinnungsháttur á hæsta stigi. Að horfa fram hjá sekt annars aðilans til að þyngja sök hins er ekki siðferðislega rétt.Kjósa ekki yfir sig morðóða „bavíana“ Auðvitað hafa Ísraelsmenn gert mörg mistök eins og aðrar þjóðir. Mistök eiga þá enn fremur og alltaf sér stað í stríði. En þessi mýta um að Ísraelsmenn séu morðóðir og miskunnarlausir „bavíanar“ heldur einfaldlega ekki vatni þegar hlutir eru settir í rökrétt samhengi. Ísrael er eina þjóðin fyrir botni Miðjarðarhafs sem lofsamar lýðræði, mannréttindi, kvenréttindi eins og við, og berst fyrir fjölbreytileikanum eins og siðaðar vestrænar þjóðir. Hún gæti því aldrei komist upp með að stunda hatursmorð í skjóli nætur. Innri stöðugleiki þjóðfélagsins myndi engan veginn haldast. Í samfélagi þar sem arabar, Palestínumenn, múslimar, gyðingar, gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, kristnir, femínistar o.s.frv. búa í sátt og samlyndi og skapa saman eitt mest tæknivædda og framsæknasta lýðræðisríki í heimi er ekki pláss fyrir fornaldarstefnur sem fela í sér þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu og barnamorð eins og sumir þjóðþekktir Íslendingar fullyrða þó - en án góðra raka. Lýðræðislegt þjóðfélag kallar ekki yfir sig slíka stjórn aftur og aftur. Þetta vitum við sem þekkjum lýðræðið! Við skulum þó ekki ganga svo langt að leyfa Ísraelsmönnum að sigra Júróvisjón aftur! Þar legg ég til að við sýnum þeim enga miskunn! Heimsækjum Tel Aviv með tónlistarfólki okkar sem keppir í Júróvisjón í hinni lýðræðislegu og litríku menningarborg; borg sem fagnar fjölbreytileika, mannréttindum, trúfrelsi og frábærri tónlist. Syngjum af okkur eyrun og fögnum þegar framlag okkar verður flutt fyrir heimsbyggðina! Áfram Ísland! Ívar Halldórsson
Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Formaður Eflingar er óánægður með að RÚV ætli að senda keppendur til Tel Aviv. 3. febrúar 2019 14:29
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar