Metsöluhöfundur laug til um heilakrabbamein og dauða móður sinnar og bróður Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 23:16 Rithöfundurinn Dan Mallory. Vísir/Getty Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker. Bókmenntir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker.
Bókmenntir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira