Erlent

Lífstíðardómur fyrir hryðjuverk á mosku í Quebec

Andri Eysteinsson skrifar
Hinn 29 ára gamli Alexandre Bissonnette var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir árás á mosku í kanadísku borginni Quebec árið 2017. BBC greinir frá.

Sex létust og fimm særðust alvarlega í árásinni sem Bissonnette gerði í lok janúar fyrir tveimur árum síðan. Bissonnette ræðst inn í moskuna skömmu eftir að bænastund hafði hafist og hóf skothríð.

Ákæruvaldið hafði sóst eftir 150 ára fangelsi sem hefði verið harðasta refsing í kanadískri sögu. Þess í stað var hann dæmdur til lífstíðarfangelsis með möguleika á reynslulausn eftir fjörutíu ár.

Auk morðanna sex var hann ákærður fyrir sex morðtilraunir. Fyrir rétti sagðist Bissonnette ekki vera hryðjuverkamaður og ekki vera illa við múslima. Hann sagðist enn fremur sjá eftir gjörðum sínum.

Aðstandendur þeirra sem Bissonnette réðst á í janúar 2017 sögðust margir hverjir ósáttir við að þeirra sögn, vægan dóm og íhuga að áfrýja niðurstöðunni í von um þyngri refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×