Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 15:15 Jón Rúnar Halldórsson er formaður FH. mynd/skjáskot Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan. KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00