Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 15:15 Jón Rúnar Halldórsson er formaður FH. mynd/skjáskot Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan. KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er afar ósáttur við stjórn KSÍ. Hann segir stjórnina hafa brugðist er Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, lýsti yfir stuðningi við Guðna Bergsson í aðdraganda formannskosninga KSÍ. Aleksandar Ceferin sagði í ítarlegu viðtali við íþróttadeild Sýn að hann litist vel á Guðna sem formann og sagði að hann væri góður kostur. Samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri. Margir undruðu sig á þessu en Jón Rúnar tók til máls á ársþingi KSÍ í dag þar sem einmitt er kosið um formannsstólinn. Um hann berjast þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson. „Ég beið í tvo daga eftir því hvort að stjórnin, þeir sem að verja okkar mál ef á okkur er sótt, myndu gera eitthvað. Ég beið við símann hvort eitthvað kæmi fram, en það gerðist ekkert,“ sagði Jón Rúnar í pontu á þinginu í dag en Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgist með þinginu. Jón Rúnar hafði svo samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ. „Það sem mér finnst best í þessu er að menn settu þetta svo sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar að það væri í raun ekki hægt að gera neitt. Ég talaði líka við félaga mína í ÍTF, þar var líka sama uppi á teningnum - að bregðast við væri hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðanda. Það hefur ekkert með það að gera í mínum huga, ekki neitt.“ „Það er óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Þögn er sama og samþykki.“ „Ég var líka hissa á Guðna Bergssyni, þegar hann var í sjónvarpsviðtali - þar var hægt að fordæma þetta þó svo að hann hefði getað þakkað stuðninginn.“ „En hvers konar heigulsháttur er þetta, í stærstu hreyfingu landsins, að afskipti utan frá eru samþykkt. Ég vildi koma þessu fram því á morgun er strætóinn farinn og þá þýðir ekkert að segja að ég hefði átt að gera þetta. Ég vildi koma þessu fram frá mínu brjósti, svona líður mér sem félaga í þessum ofsalega kröftugu samtökum. En mér líður illa þegar mér finnst vörnina hafa svikið algerlega.“ Hægt er að fylgjast með kosningunum í fréttinni hér að neðan.
KSÍ Tengdar fréttir Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00