Mismunandi sýn á framtíð Laugavegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Samráð stendur nú yfir um útfærslu Laugavegar sem varanlegrar göngugötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16
Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33