Mismunandi sýn á framtíð Laugavegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Samráð stendur nú yfir um útfærslu Laugavegar sem varanlegrar göngugötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16
Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33