Vanskil 23 milljónir króna Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:00 Vanskil vegna skólamáltíða í Reykjavík 2017 voru 23 m.kr. eða 2,22%. Í innheimtureglum borgarinnar kemur fram að ekki komi til afskrifta nema í undantekningartilvikum að undangengnu mati félagsráðgjafa þegar um er að ræða sérstakar aðstæður sem réttlætt geta afskriftir. Í tvígang hefur verið lögð fram tillaga í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjaldskrá skólamáltíða um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er að næmi 361 m.kr. árið 2019, yrði mætt með auknum fjárheimildum sem kæmu af kostnaðarliðnum „ófyrirséð“. Tillagan var felld í borgarstjórn í desember sl. Hefði hún verið samþykkt hefði það falið í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr. á mánuði í stað 9.796 kr. eins og nú er. Enda þótt lækkun á gjaldskrá skólamáltíða útiloki ekki vanskil má leiða líkum að því að lækkun dragi úr vanskilum vegna skólamáltíða. Þá sem glíma við erfiðan fjárhag munar um 3200 kr. á mánuði. Með lækkuninni aukast líkur þess að þeir sem glíma við erfiðan fjárhag eigi meiri möguleika á að greiða mat fyrir barnið sitt í skólanum. Vissulega er þetta allt spurning um forgangsröðun og hér er verið að tala um að forgangsraða fyrir börnin. Helst ætti allt sem tengist leik- og grunnskólanum að kosta lítið og sumt á að vera alveg frítt. Þá fyrst getum við tryggt að öll börn sitji við sama borð. Efnahagsstaða foreldra er misjöfn. Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktarviðmiði velferðarráðuneytisins hefur stækkað og mun fara stækkandi nema gripið verði til róttækra aðgerða til að spyrna við fótum. Svengd kemur niður á almennri vellíðan og afköstum. Aðalatriðið er að fullvissa liggi fyrir um að ekkert barn sé svangt í skólanum. Börn eiga rétt á að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþörfum eins og fæði, klæði og húsnæði. Liður í því er að öll aukaþjónusta grunnskóla kosti lítið eða ekkert svo sem frístundastarf og matur. Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitarfélögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vanskil vegna skólamáltíða í Reykjavík 2017 voru 23 m.kr. eða 2,22%. Í innheimtureglum borgarinnar kemur fram að ekki komi til afskrifta nema í undantekningartilvikum að undangengnu mati félagsráðgjafa þegar um er að ræða sérstakar aðstæður sem réttlætt geta afskriftir. Í tvígang hefur verið lögð fram tillaga í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjaldskrá skólamáltíða um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er að næmi 361 m.kr. árið 2019, yrði mætt með auknum fjárheimildum sem kæmu af kostnaðarliðnum „ófyrirséð“. Tillagan var felld í borgarstjórn í desember sl. Hefði hún verið samþykkt hefði það falið í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr. á mánuði í stað 9.796 kr. eins og nú er. Enda þótt lækkun á gjaldskrá skólamáltíða útiloki ekki vanskil má leiða líkum að því að lækkun dragi úr vanskilum vegna skólamáltíða. Þá sem glíma við erfiðan fjárhag munar um 3200 kr. á mánuði. Með lækkuninni aukast líkur þess að þeir sem glíma við erfiðan fjárhag eigi meiri möguleika á að greiða mat fyrir barnið sitt í skólanum. Vissulega er þetta allt spurning um forgangsröðun og hér er verið að tala um að forgangsraða fyrir börnin. Helst ætti allt sem tengist leik- og grunnskólanum að kosta lítið og sumt á að vera alveg frítt. Þá fyrst getum við tryggt að öll börn sitji við sama borð. Efnahagsstaða foreldra er misjöfn. Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktarviðmiði velferðarráðuneytisins hefur stækkað og mun fara stækkandi nema gripið verði til róttækra aðgerða til að spyrna við fótum. Svengd kemur niður á almennri vellíðan og afköstum. Aðalatriðið er að fullvissa liggi fyrir um að ekkert barn sé svangt í skólanum. Börn eiga rétt á að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþörfum eins og fæði, klæði og húsnæði. Liður í því er að öll aukaþjónusta grunnskóla kosti lítið eða ekkert svo sem frístundastarf og matur. Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitarfélögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar