Burst hjá KR og Val en Keflavík heldur toppsætinu Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2019 20:49 KR-stúlkur fagna í kvöld. vísir/daníel KR gekk frá Snæfell í stórleik átjándu umferðar Dominos-deildar kvenna í kvöld en KR hafði betur, 90-54, í DHL-höllinni í kvöld. KR-liðið byrjaði af miklum krafti og voru tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann. Þær stigu enn frekar á bensíngjöfina í öðrum leikhlutanum og leiddu 44-23 í hálfleik. Þá var björninn í raun unninn og formsatriði fyrir nýliðana að klára leikinn í síðari hálfleik gegn sterku liði Snæfells sem fann engan veginn taktinn í kvöld. Munurinn að endingu 36 stig. Kiana Johnson var stórkostleg í liði KR. Hún skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en KR er áfram í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur og tveimur stigum á undan Val sem er komið í þriðja sætið. Kristen Denise McCarthy var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Snæfells. Hún gerði átján stig, tók þrettán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Snæfell er í fjórða sætinu með 22 stig og er í harðri baráttu um úrslitakeppnissæti en Stjarnan eltir þær og er tveimur stigum frá þeim eftir tap í Borgarnesi í kvöld. Mesta spenna kvöldsins var í Hafnarfirði er topplið Keflavíkur vann nauman sigur á Haukum, 76-74, en mikil spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins. Að lokum höfðu gestirnir betur. Keflavík er áfram á toppnum með tveggja stiga forskot á nýliða KR en stigahæst í kvöld var Brittanny Dinkins en hún var var með myndarlega þrefalda tvennu; nítján stig, sautján fráköst og tíu stoðsendingar. Haukar eru í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar en Klaziena Guijt var stigahæst með tuttugu stig. LeLe Hardy bætti við átján stigum, átta fráköstum og sjö stoðsendingum. Valur burstaði Breiðablik í Origo-höllinni í kvöld en lokatölur urðu 47 stiga sigur Valsstúlkna, 111-64, en þær gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Þriðja leikhlutann unnu þær 33-5. Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 32 stig auk þess sem hún tók átta fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við nítján stigum og Helena Sverrisdóttir átján en Valur er komið í þriðja sætið. Breiðablik er á botninum með tvö stig en Ivory Crawford var stigahæst þeirra grænklæddu í kvöld. Hún gerði nítján stig og tók sex fráköst en Sanja Orazovic bætti við fjórtán stigum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
KR gekk frá Snæfell í stórleik átjándu umferðar Dominos-deildar kvenna í kvöld en KR hafði betur, 90-54, í DHL-höllinni í kvöld. KR-liðið byrjaði af miklum krafti og voru tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann. Þær stigu enn frekar á bensíngjöfina í öðrum leikhlutanum og leiddu 44-23 í hálfleik. Þá var björninn í raun unninn og formsatriði fyrir nýliðana að klára leikinn í síðari hálfleik gegn sterku liði Snæfells sem fann engan veginn taktinn í kvöld. Munurinn að endingu 36 stig. Kiana Johnson var stórkostleg í liði KR. Hún skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en KR er áfram í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur og tveimur stigum á undan Val sem er komið í þriðja sætið. Kristen Denise McCarthy var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Snæfells. Hún gerði átján stig, tók þrettán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Snæfell er í fjórða sætinu með 22 stig og er í harðri baráttu um úrslitakeppnissæti en Stjarnan eltir þær og er tveimur stigum frá þeim eftir tap í Borgarnesi í kvöld. Mesta spenna kvöldsins var í Hafnarfirði er topplið Keflavíkur vann nauman sigur á Haukum, 76-74, en mikil spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins. Að lokum höfðu gestirnir betur. Keflavík er áfram á toppnum með tveggja stiga forskot á nýliða KR en stigahæst í kvöld var Brittanny Dinkins en hún var var með myndarlega þrefalda tvennu; nítján stig, sautján fráköst og tíu stoðsendingar. Haukar eru í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar en Klaziena Guijt var stigahæst með tuttugu stig. LeLe Hardy bætti við átján stigum, átta fráköstum og sjö stoðsendingum. Valur burstaði Breiðablik í Origo-höllinni í kvöld en lokatölur urðu 47 stiga sigur Valsstúlkna, 111-64, en þær gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Þriðja leikhlutann unnu þær 33-5. Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 32 stig auk þess sem hún tók átta fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við nítján stigum og Helena Sverrisdóttir átján en Valur er komið í þriðja sætið. Breiðablik er á botninum með tvö stig en Ivory Crawford var stigahæst þeirra grænklæddu í kvöld. Hún gerði nítján stig og tók sex fráköst en Sanja Orazovic bætti við fjórtán stigum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira