Manndrápsveður vestanhafs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2019 06:10 Það er kuldalegt um að litast í Chicago þessa dagana. Getty/Scott Olson Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15