Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 12:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eftir blaðamannafund nú rétt fyrir hádegi þar sem hún kynnti meginefni frumvarpsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni. Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni.
Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira