Svarar til saka eftir að hafa ekið full á turtildúfur í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Konan ók á parið að morgni 6. ágúst síðasta sumar. Já.is Tæplega fimmtug kona var verulega ölvuð þegar hún ók bíl sínum á tvo erlenda ferðamenn, par frá Norður-Ameríku, á bílastæðinu við verslun Nettó í Borgarnesi að morgni mánudagsins 6. ágúst í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara sem ákært hefur konuna fyrir umferðar- og hegningarlagabrot annars vegar og hættubrot hins vegar. Áfengismagn í konunni mældist 2,24 prómill, sem jafngildir því að hafa drukkið í kringum tíu bjóra samkvæmt upplýsingum á vef FÍB. Sigurður Jónasson, lögreglumaður í Borgarnesi, lýsti því í samtali við RÚV á sínum tíma hvernig konan hefði ekið niður ljósastaur og á steinkant eftir að hafa misst stjórn á bílnum í framhaldi af að hafa ekið á parið. Þau þurftu að leita á spítala til aðhlynningar og sauma þurfti annað þeirra. Parinu virðist ekki hafa orðið meint af og Íslandsförin virðist ekki ætla að hafa áhrif á ástarlífið en brúðkaup er framundan hjá parinu í maí. Konan sem sætir ákæru er sögð hafa gengið af vettvangi. Vegfarendur veittu henni eftirför sem leiddi til handtöku hennar. Hún var ekki í ástandi til að gefa skýrslu eftir handtökuna en gerði það síðar. Hún þarf nú að svara fyrir málið í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi en þess er krafist að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakakostnaðar og sviptingar ökuréttar. Dómsmál Tengdar fréttir Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Tæplega fimmtug kona var verulega ölvuð þegar hún ók bíl sínum á tvo erlenda ferðamenn, par frá Norður-Ameríku, á bílastæðinu við verslun Nettó í Borgarnesi að morgni mánudagsins 6. ágúst í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara sem ákært hefur konuna fyrir umferðar- og hegningarlagabrot annars vegar og hættubrot hins vegar. Áfengismagn í konunni mældist 2,24 prómill, sem jafngildir því að hafa drukkið í kringum tíu bjóra samkvæmt upplýsingum á vef FÍB. Sigurður Jónasson, lögreglumaður í Borgarnesi, lýsti því í samtali við RÚV á sínum tíma hvernig konan hefði ekið niður ljósastaur og á steinkant eftir að hafa misst stjórn á bílnum í framhaldi af að hafa ekið á parið. Þau þurftu að leita á spítala til aðhlynningar og sauma þurfti annað þeirra. Parinu virðist ekki hafa orðið meint af og Íslandsförin virðist ekki ætla að hafa áhrif á ástarlífið en brúðkaup er framundan hjá parinu í maí. Konan sem sætir ákæru er sögð hafa gengið af vettvangi. Vegfarendur veittu henni eftirför sem leiddi til handtöku hennar. Hún var ekki í ástandi til að gefa skýrslu eftir handtökuna en gerði það síðar. Hún þarf nú að svara fyrir málið í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi en þess er krafist að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakakostnaðar og sviptingar ökuréttar.
Dómsmál Tengdar fréttir Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38