600 milljónir skornar af vegafé Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2019 20:00 400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
400 milljónir króna verða skornar niður af vegaframlögum til Vestfjarða á þessu ári, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram síðdegis. Þetta er langstærsta fjárhæðin til að mæta 535 milljóna hagræðingarkröfu fjárlaga en peningana átti að nota í Gufudalssveit í ár. Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. Ekki var farin sú leið að flytja fjárveitinguna yfir í annað verkefni á Vestfjörðum á þessu ári heldur var hún alfarið skorin af fjórðungnum. Þingnefndin leggur þess í stað til fjárveitingu á árinu 2023 þannig að ekki þurfi að koma til seinkunar verkloka á veginum um Gufudalssveit. Þessu til viðbótar eru 200 milljónir króna fluttar af fjárveitingu Gufudalssveitar til að kosta sjóvarnagarð á Akranesi; 100 milljónir í ár og 100 milljónir á næsta ári, með þeim orðum að fyrir liggi að lagning Vestfjarðavegar geti fyrst hafist árið 2020. Vegna niðurrifs Sementsverksmiðjunnar séu breyttar aðstæður á Faxabraut á Akranesi sem skilgreind er sem stofnvegur. Sjór gangi yfir veginn og hamli uppbyggingu á svæðinu þar sem íbúðarbyggð er fyrirhuguð, segir í greinargerð.Frá niðurrifi Sementsverksmiðjunnar. 200 milljóna fjárveiting flyst frá Vestfjarðavegi til Faxabrautar á Akranesi.vísir/anton brinkFjárveitingar til Vestfjarðavegar í Gufudalssveit lækka við þessar breytingar úr 600 milljónum króna niður í 100 milljónir í ár og á næsta ári úr 1.600 milljónum niður í 1.500 milljónir, eða samtals um 600 milljónir króna þessi tvö ár. Aðrar fjárhæðir, sem lagt er til að skornar verði niður til að mæta hagræðingarkröfunni í ár, eru tiltölulegar lágar miðað við Vestfjarðaniðurskurðinn. Það eru almennur rekstur Vegagerðarinnar um 7,3 milljónir króna, þjónusta Vegagerðarinnar um 40 milljónir króna, styrkir Vegagerðarinnar til almenningssamgangna um 27,6 milljónir króna og framkvæmdir við vita og hafnir um 2 milljónir króna. Þá verður fjárveiting til Samgöngustofu lækkuð um 37 milljónir króna og til flugvalla og flugleiðsögu um 21 milljón króna.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00