„Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:49 Máninn mun taka á sig rauðan blæ í myrkvanum í nótt. Nicoló Campo/Getty Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann. Geimurinn Veður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann.
Geimurinn Veður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira