Erfiður skóli en ungt lið Íslands mun njóta góðs af reynslunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Guðmundur fer yfir málin með Elvari í gær. NORDICPHOTOS/EPA Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira