Varað við hríðarveðri á Suðurlandi: Stormur og lítið skyggni í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 10:30 Það skellur á stormur og éljagangur á Suðurlandi núna upp úr klukkan 11 með tilheyrandi skafrenningi og slæmu skyggni á þjóðvegum. vísir/vilhelm Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá klukkan 11 í dag og til klukkan 16 þar sem von er á suðvestan hríð með 13 til 20 metrum á sekúndu með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Það er því útlit fyrir að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með veðurspám að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma milli klukkan 10 - 17 í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar og þá gætu ferðir Strætó fallið niður vegna veðurs. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það verði í raun og veru ekkert ferðamaður, að minnsta kosti ekki fyrir óvana. „Það stendur í viðvöruninni að það séu slæm akstursskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal. Þetta á aðallega við um ferðamenn sem eru á litlum bílum og illa útbúnum og slíkt en heimamenn sem eru vanir og eru væntanlega á vel útbúnum bílum, þeir ættu ekki að lenda í vandræðum en það þarf bara að fara hægt yfir,“ segir Elín Björk. Hún bendir á að viðvaranakerfi Veðurstofunnar taki mið af þeim samfélagslegu áhrifum sem veðrið geti haft. „Ef það myndast einhverjar bílaraðir eða fólk festist mjög mikið og það þarf að kalla út björgunarsveitir þá eru það orðin talsverð samfélagsleg áhrif.“ Elín Björk segir að það líti út fyrir það að aðal éljagarður lægðarinnar sem sendir þetta veður til okkar verði kominn inn um ellefuleytið. Veðrið gangi síðan ansi hratt yfir. „Þegar það gengur saman dimmur éljagangur og mikill vindur þá verða aðstæður mjög erfiðar en það dregur mjög hratt úr vindinum þó að élin haldi áfram þannig að þetta verður ekki með þessu versta móti nema í örfáa tíma,“ segir Elín Björk.Viðvörun Veðurstofunnar, í gildi frá klukkan 11 til 16: Gengur í suðvestan 13-20 m/s með dimmum éljum eða snjókomu og skafrenningi. Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.Tilkynning Strætó vegna veðursins: Viðvörun er í gangi fyrir Suðurlandið í dag frá kl.10:00 - 17:00 vegna veðursskilyrða. • Leiðir 51 og 52 á Suðurlandi. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum um ferðir vagnanna á heimasíðu Strætó á eftirfarandi tíma með tilliti til þess ef um niðurfellingar á Strætó verða sökum þessa. • Leið 56 (sem ekur milli Egilsstaða og Akureyrar)Ferðir falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar.
Veður Tengdar fréttir Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Lögreglan varar við færð í efri byggðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. 21. janúar 2019 07:43