Ásta Þöll og Elísabet til Advania Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 11:22 Þær Ásta Þöll Gylfadóttir og Elísabet Árnadóttir hafa bæst í ráðgjafateymið Advania Advice. Advania Þær Ásta Þöll Gylfadóttir og Elísabet Árnadóttir hafa bæst í ráðgjafateymið Advania Advice. Svo segir í tilkynningu frá Advania þar sem fram kemur að ráðgjöf sé sívaxandi hluti af starfsemi Advania. Ráðgjafateymið Advania Advice aðstoði fyrirtæki að grípa þau tækifæri sem felast í stafrænni umbreytingu. Það hjálpi stjórnendum að tileinka sér nýja hugsun og vinnubrögð til að efla fyrirtæki í stafrænum heimi. Ásta Þöll hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. Hún hefur unnið með hugmyndafræði notendamiðaðrar hönnunar í stefnumótun og stafrænum þróunarverkefnum og hefur reynslu af agile-verkefnastjórnun. Hún hefur komið að nýsköpunarverkefnum og hugmyndaþróun við að bæta upplifun og þjónustu. Ásta Þöll bjó í Kaupmannahöfn í 10 ár þar sem hún útskrifaðist frá upplýsingatækniháskólanum ITU með gráðu í stafrænni hönnun og miðlun. Elísabet hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi bæði hjá framleiðslufyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Hún hefur annast gæðastjórnun, upplýsingaöryggi og áhættustjórnun og hefur byggt upp og rekið gæðakerfi með ISO stöðlunum og ITIL (Information Technology Infrastructure Library). Elísabet hefur starfað hjá Stjörnu-Odda, Össuri, Arion banka sem gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs. Hún hefur einnig setið í stjórn Lífsverks, lífeyrissjóðs verkfræðinga. Hún er verkfræðingur með gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og London Metropolitan Business School. Hún lýkur prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun í janúar 2019. „Íslenskir stjórnendur eru mjög vakandi fyrir því að kynna sér og finna tækifærin sem felast í fjórðu iðnbyltingunni. Við hjá Advania vitum hversu flókið það er að marka sér stefnu í síbreytilegu stafrænu umhverfi. Við erum hæstánægð með góða viðbót í Advice ráðgjafateymið og hlökkum til að hjálpa stjórnendum að búa til skýra framtíðarsýn fyrr sína stafrænu vegferð,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania. Vistaskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þær Ásta Þöll Gylfadóttir og Elísabet Árnadóttir hafa bæst í ráðgjafateymið Advania Advice. Svo segir í tilkynningu frá Advania þar sem fram kemur að ráðgjöf sé sívaxandi hluti af starfsemi Advania. Ráðgjafateymið Advania Advice aðstoði fyrirtæki að grípa þau tækifæri sem felast í stafrænni umbreytingu. Það hjálpi stjórnendum að tileinka sér nýja hugsun og vinnubrögð til að efla fyrirtæki í stafrænum heimi. Ásta Þöll hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. Hún hefur unnið með hugmyndafræði notendamiðaðrar hönnunar í stefnumótun og stafrænum þróunarverkefnum og hefur reynslu af agile-verkefnastjórnun. Hún hefur komið að nýsköpunarverkefnum og hugmyndaþróun við að bæta upplifun og þjónustu. Ásta Þöll bjó í Kaupmannahöfn í 10 ár þar sem hún útskrifaðist frá upplýsingatækniháskólanum ITU með gráðu í stafrænni hönnun og miðlun. Elísabet hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi bæði hjá framleiðslufyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Hún hefur annast gæðastjórnun, upplýsingaöryggi og áhættustjórnun og hefur byggt upp og rekið gæðakerfi með ISO stöðlunum og ITIL (Information Technology Infrastructure Library). Elísabet hefur starfað hjá Stjörnu-Odda, Össuri, Arion banka sem gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs. Hún hefur einnig setið í stjórn Lífsverks, lífeyrissjóðs verkfræðinga. Hún er verkfræðingur með gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og London Metropolitan Business School. Hún lýkur prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun í janúar 2019. „Íslenskir stjórnendur eru mjög vakandi fyrir því að kynna sér og finna tækifærin sem felast í fjórðu iðnbyltingunni. Við hjá Advania vitum hversu flókið það er að marka sér stefnu í síbreytilegu stafrænu umhverfi. Við erum hæstánægð með góða viðbót í Advice ráðgjafateymið og hlökkum til að hjálpa stjórnendum að búa til skýra framtíðarsýn fyrr sína stafrænu vegferð,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania.
Vistaskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira