Virkilega ánægður með svörin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Elín Metta Jensen skoraði bæði mörkin gegn Skotlandi. „Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun. Verkefnið hefur gengið vel og liðið virkilega öflugt þessa viku. Það hefur gengið vel hérna og sigurinn er kærkominn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga í gær. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs sem tók við sem landsliðsþjálfari síðasta haust. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni. Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir á 51. mínútu eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Þremur mínútum síðar skoraði Elín Metta öðru sinni eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Skotar minnkuðu muninn með glæsilegu marki með síðustu spyrnu leiksins. Elín Metta er nú komin með tíu landsliðsmörk en hún lék sinn 37. landsleik í gær. Valskonan er sú tólfta sem nær því að skora tíu mörk fyrir kvennalandsliðið. Hún er jöfn Katrínu Ómarsdóttur í 11. sæti markalistans. „Við byrjuðum leikinn af krafti. Vörnin var öflug allan leikinn en sóknin var stirð á köflum í fyrri hálfleik. En við náðum betri takti í sóknarleikinn í seinni hálfleik, héldum boltanum betur, færðum hann hraðar og komumst í þau svæði sem við vildum komast í,“ sagði Jón Þór. „Elín Metta gerði virkilega í mörkunum og undirbúningurinn að þeim var góður. Við sköpuðum okkur líka góð færi í seinni hálfleik og áttum nokkrar frábærar sóknir.“ Jón Þór segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Skotar kæmu til baka, jafnvel þótt skortur á leikformi færi að segja til sín hjá íslenska liðinu eftir því sem leið á leikinn. „Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum og stjórna honum. Skotarnir færðu sig aðeins upp á skaftið undir lokin en það mátti kannski búast við því að það myndi draga af okkur síðasta stundarfjórðunginn. Flestir okkar leikmanna eru að hefja sitt undirbúningstímabil og fáar sem eru á miðju tímabili,“ sagði Skagamaðurinn. „Það var lítið hægt að gera við markinu þeirra. Það var stórglæsilegt skot upp í vinkilinn en alltaf svekkjandi að fá á sig mark.“ Jón Þór nýtti allar sex skiptingarnar sem hann mátti nota. Tveir leikmenn komu inn á í sínum fyrsta A-landsleik; markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir. „Auðvitað hefði ég viljað spila fleiri leikmönnum en við höfðum bara sex skiptingar. Frábærir leikmenn fengu ekkert að spila en sýndu mikla fagmennsku og voru til fyrirmyndar í því erfiða hlutverki. Ég er virkilega ánægður með þau svör sem ég fékk í ferðinni og í leiknum,“ sagði Jón Þór. „Við vorum meðvitaðir um að við gætum ekki farið yfir alla heimsins hluti strax í fyrsta verkefninu. Síðan eru margir leikmenn sem eru að hefja sitt undirbúningstímabil um þessar mundir. Við vildum ná upp góðri liðsheild og undirbúa okkar vel fyrir leikinn því það var mikilvægt að byrja þetta landsliðsár vel.“ Heilt yfir er nýi landsliðsþjálfarinn ánægður með fyrsta alvöru landsliðsverkefnið sitt. „Liðsheildin er öflug og liðsandinn góður. Það er mikill karakter í þessu liði og það sýndi það í þessari viku,“ sagði Jón Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun. Verkefnið hefur gengið vel og liðið virkilega öflugt þessa viku. Það hefur gengið vel hérna og sigurinn er kærkominn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga í gær. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs sem tók við sem landsliðsþjálfari síðasta haust. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni. Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir á 51. mínútu eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Þremur mínútum síðar skoraði Elín Metta öðru sinni eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Skotar minnkuðu muninn með glæsilegu marki með síðustu spyrnu leiksins. Elín Metta er nú komin með tíu landsliðsmörk en hún lék sinn 37. landsleik í gær. Valskonan er sú tólfta sem nær því að skora tíu mörk fyrir kvennalandsliðið. Hún er jöfn Katrínu Ómarsdóttur í 11. sæti markalistans. „Við byrjuðum leikinn af krafti. Vörnin var öflug allan leikinn en sóknin var stirð á köflum í fyrri hálfleik. En við náðum betri takti í sóknarleikinn í seinni hálfleik, héldum boltanum betur, færðum hann hraðar og komumst í þau svæði sem við vildum komast í,“ sagði Jón Þór. „Elín Metta gerði virkilega í mörkunum og undirbúningurinn að þeim var góður. Við sköpuðum okkur líka góð færi í seinni hálfleik og áttum nokkrar frábærar sóknir.“ Jón Þór segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Skotar kæmu til baka, jafnvel þótt skortur á leikformi færi að segja til sín hjá íslenska liðinu eftir því sem leið á leikinn. „Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum og stjórna honum. Skotarnir færðu sig aðeins upp á skaftið undir lokin en það mátti kannski búast við því að það myndi draga af okkur síðasta stundarfjórðunginn. Flestir okkar leikmanna eru að hefja sitt undirbúningstímabil og fáar sem eru á miðju tímabili,“ sagði Skagamaðurinn. „Það var lítið hægt að gera við markinu þeirra. Það var stórglæsilegt skot upp í vinkilinn en alltaf svekkjandi að fá á sig mark.“ Jón Þór nýtti allar sex skiptingarnar sem hann mátti nota. Tveir leikmenn komu inn á í sínum fyrsta A-landsleik; markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir. „Auðvitað hefði ég viljað spila fleiri leikmönnum en við höfðum bara sex skiptingar. Frábærir leikmenn fengu ekkert að spila en sýndu mikla fagmennsku og voru til fyrirmyndar í því erfiða hlutverki. Ég er virkilega ánægður með þau svör sem ég fékk í ferðinni og í leiknum,“ sagði Jón Þór. „Við vorum meðvitaðir um að við gætum ekki farið yfir alla heimsins hluti strax í fyrsta verkefninu. Síðan eru margir leikmenn sem eru að hefja sitt undirbúningstímabil um þessar mundir. Við vildum ná upp góðri liðsheild og undirbúa okkar vel fyrir leikinn því það var mikilvægt að byrja þetta landsliðsár vel.“ Heilt yfir er nýi landsliðsþjálfarinn ánægður með fyrsta alvöru landsliðsverkefnið sitt. „Liðsheildin er öflug og liðsandinn góður. Það er mikill karakter í þessu liði og það sýndi það í þessari viku,“ sagði Jón Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira