„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Sunna Sæmundsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. janúar 2019 22:56 Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. Líkt og í fyrra hófust þingstörf með umræðum um stöðuna í stjórnmálum og steig forystufólk allra flokka í pontu. Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson sem eru utan flokka eftir að hafa verið vísað úr Flokki Fólksins, gerðu athugasemd við að hafa ekki verið úthlutað ræðutíma. „Við þessa stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutað ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti,“ sagði Karl Gauti Hjaltason í pontu Alþingis í dag.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonBergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn miðflokksins eru enn í ótímabundnu leyfi. Hafa þeir engu svarað um mögulega endurkomu. Þá er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, enn í tveggja mánaða leyfi, Ágúst ætti samkvæmt því að snúa aftur í byrjun febrúar. Á fundi forsætisnefndar í dag var tekið fyrir nafnlaust erindi um að máli hans yrði vísað til siðanefndar og verður það tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar í næstu viku. Til þess að afgreiða megi Klaustursmálið til siðanefndar þarf að skipa nýja forsætisnefnd, þar sem að allir nefndarmenn hafa lýst yfir eigin vanhæfi vegna fyrri ummæla um málið.Sakaði forseta Alþingis um hefndarþorsta Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og sagði fyrirkomulagið stangast á við þingskapalög og sakaði forseta Alþingis um hefndarþorsta. Forseti Alþingis segir að tillaga um skipan tveggja til þriggja þingmanna nefndar verði að líkum borin fyrir þingið á morgun eða á næstu dögum. Tveir þriðju hlutar þingsins þurfa að samþykkja hana. „Þetta eiga allir háttvirtir þingmenn að þekkja, það er skýrt ákvæði um að það er í höndum Alþingis sjálfs ef það svo kýs, að víkja eitthvað frá sínum lögbundnu þingsköpum. Það er litið á það sem hluta af sjálfstæði Alþingis í sínum störfum“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í viðtali við Stöð 2 í dag.Hann [Sigmundur Davíð] sakar þig um hefndarþorsta, vilt þú bregðast við því?„Ég tjái mig ekkert um slíkt, ég er bara að sinna skyldum mínum sem forseti Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember.Vísir„Forseti þingsins er að misnota stöðu sína“ Sunna Sæmundsdóttir var stödd á Alþingi í dag og ræddi þar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins.Sigmundur, þú skrifar þessa heljarinnar grein í Morgunblaðið í dag og vísar í lögbrot en í þingskapalögum er augljós heimild til þess að víkja frá þingsköpum, hvers vegna heldur þú þessu fram?„Ég las einmitt mjög sérkennilega grein á vefmiðli í dag, sérkennilega að mörgu leyti, aðallega fyrir það að fréttamaðurinn sjálfur er bara að lýsa sinni skoðun á þingsköpum. Það var nú ýmis misskilningur í því, enda heldur maður ekki einhverju fram án þess að vita út á hvað það gengur. Þetta ákvæði, þessi heimild til að víkja frá þingsköpum, er mjög gamalt ákvæði og snýst um meðferð mála í þinginu, að geta komið málum þar hraðar í gegn,“ sagði Sigmundur.En það er til staðar?„Akkúrat, það er til staðar, en það snýst um það. Það snýst ekki um að þingið geti bara ákveðið að líta fram hjá lögum og gera eitthvað allt annað. Eftir að þetta ákvæði var sett hafa hvað eftir annað komið ný ákvæði sem taka þessu fram varðandi það einmitt hvernig nefndir eru skipaðar. Öll þau ákvæði ganga út á það að verja minnihluta og koma í veg fyrir að menn misnoti stöðu sína í meirihluta, til þess einmitt að níðast á einhverjum minnihluta“Telur þú að sé verið að misnota einhverja stöðu hér?„Tvímælalaust, forseti þingsins er að misnota stöðu sína sem þingforseti“Jafnvel þó hann styðjist við lög?„Hann styðst ekki við lög, hann er að reyna að nota ákvæði sem er ætlað í allt aðra hluti til þess einfaldlega að líta fram hjá lögum. Ef að sú væri raunin, þá gæti þingið bara ákveðið það, með slíku ákvæði, að líta fram hjá lögum almennt og til hvers þyrftum við þá þessi lög?“Örstutt í lokin, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson munu þeir snúa aftur til þingstarfa?„Þeir meta það sjálfir, það hefur legið fyrir frá upphafi, hvenær þeir eru tilbúnir í það. Það verður mjög áhugavert að sjá hversu langt forseti þingsins gengur í vegferð sinni því eitt er þó skýrt í lögunum, áhugavert að þessu leyti.“ „Ef það á að kjósa nýja fulltrúa í forsætisnefnd, þá þarf þar með öll forsætisnefndin að segja af sér. Við fáum þá nýja forsætisnefnd sem er kannski bara ágætt, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. Líkt og í fyrra hófust þingstörf með umræðum um stöðuna í stjórnmálum og steig forystufólk allra flokka í pontu. Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson sem eru utan flokka eftir að hafa verið vísað úr Flokki Fólksins, gerðu athugasemd við að hafa ekki verið úthlutað ræðutíma. „Við þessa stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutað ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti,“ sagði Karl Gauti Hjaltason í pontu Alþingis í dag.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonBergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn miðflokksins eru enn í ótímabundnu leyfi. Hafa þeir engu svarað um mögulega endurkomu. Þá er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, enn í tveggja mánaða leyfi, Ágúst ætti samkvæmt því að snúa aftur í byrjun febrúar. Á fundi forsætisnefndar í dag var tekið fyrir nafnlaust erindi um að máli hans yrði vísað til siðanefndar og verður það tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar í næstu viku. Til þess að afgreiða megi Klaustursmálið til siðanefndar þarf að skipa nýja forsætisnefnd, þar sem að allir nefndarmenn hafa lýst yfir eigin vanhæfi vegna fyrri ummæla um málið.Sakaði forseta Alþingis um hefndarþorsta Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og sagði fyrirkomulagið stangast á við þingskapalög og sakaði forseta Alþingis um hefndarþorsta. Forseti Alþingis segir að tillaga um skipan tveggja til þriggja þingmanna nefndar verði að líkum borin fyrir þingið á morgun eða á næstu dögum. Tveir þriðju hlutar þingsins þurfa að samþykkja hana. „Þetta eiga allir háttvirtir þingmenn að þekkja, það er skýrt ákvæði um að það er í höndum Alþingis sjálfs ef það svo kýs, að víkja eitthvað frá sínum lögbundnu þingsköpum. Það er litið á það sem hluta af sjálfstæði Alþingis í sínum störfum“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í viðtali við Stöð 2 í dag.Hann [Sigmundur Davíð] sakar þig um hefndarþorsta, vilt þú bregðast við því?„Ég tjái mig ekkert um slíkt, ég er bara að sinna skyldum mínum sem forseti Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember.Vísir„Forseti þingsins er að misnota stöðu sína“ Sunna Sæmundsdóttir var stödd á Alþingi í dag og ræddi þar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins.Sigmundur, þú skrifar þessa heljarinnar grein í Morgunblaðið í dag og vísar í lögbrot en í þingskapalögum er augljós heimild til þess að víkja frá þingsköpum, hvers vegna heldur þú þessu fram?„Ég las einmitt mjög sérkennilega grein á vefmiðli í dag, sérkennilega að mörgu leyti, aðallega fyrir það að fréttamaðurinn sjálfur er bara að lýsa sinni skoðun á þingsköpum. Það var nú ýmis misskilningur í því, enda heldur maður ekki einhverju fram án þess að vita út á hvað það gengur. Þetta ákvæði, þessi heimild til að víkja frá þingsköpum, er mjög gamalt ákvæði og snýst um meðferð mála í þinginu, að geta komið málum þar hraðar í gegn,“ sagði Sigmundur.En það er til staðar?„Akkúrat, það er til staðar, en það snýst um það. Það snýst ekki um að þingið geti bara ákveðið að líta fram hjá lögum og gera eitthvað allt annað. Eftir að þetta ákvæði var sett hafa hvað eftir annað komið ný ákvæði sem taka þessu fram varðandi það einmitt hvernig nefndir eru skipaðar. Öll þau ákvæði ganga út á það að verja minnihluta og koma í veg fyrir að menn misnoti stöðu sína í meirihluta, til þess einmitt að níðast á einhverjum minnihluta“Telur þú að sé verið að misnota einhverja stöðu hér?„Tvímælalaust, forseti þingsins er að misnota stöðu sína sem þingforseti“Jafnvel þó hann styðjist við lög?„Hann styðst ekki við lög, hann er að reyna að nota ákvæði sem er ætlað í allt aðra hluti til þess einfaldlega að líta fram hjá lögum. Ef að sú væri raunin, þá gæti þingið bara ákveðið það, með slíku ákvæði, að líta fram hjá lögum almennt og til hvers þyrftum við þá þessi lög?“Örstutt í lokin, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson munu þeir snúa aftur til þingstarfa?„Þeir meta það sjálfir, það hefur legið fyrir frá upphafi, hvenær þeir eru tilbúnir í það. Það verður mjög áhugavert að sjá hversu langt forseti þingsins gengur í vegferð sinni því eitt er þó skýrt í lögunum, áhugavert að þessu leyti.“ „Ef það á að kjósa nýja fulltrúa í forsætisnefnd, þá þarf þar með öll forsætisnefndin að segja af sér. Við fáum þá nýja forsætisnefnd sem er kannski bara ágætt, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30