Leikmenn Saints vilja réttlæti | Svaraðu í símann, Roger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 15:30 Michael Thomas. vísir/getty Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. Dómarar leiksins misstu af augljósu broti varnarmanns Rams í leiknum sem hafði stór áhrif á framhaldið. Saint varð að reyna við vallarmark en hefði liðið fengið vítið þá hefðu þeir fengið fjórar nýjar tilraunir við mark Rams. Liðið hefði átt góðan möguleika á snertimarki í stað þess að sætta sig við vallarmark. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig náði Rams að jafna og senda leikinn í framlengingu. Þar unnu Hrútarnir svo en skuggi hvílir yfir úrslitunum vegna dómaramistakanna. Saints hefur grafið upp reglu sem gefur yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, tækifæri til þess að bregðast við einhverju mjög ósanngjörnu sem átti sér stað.Rule 17 Section 2 Article 3 @NFL — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Leikmenn Saints telja sig eðlilega hafa verið beittir órétti og vilja að Goodell taki í taumana. Meira að segja varnarmaður Rams viðurkenndi að þetta hefði verið augljóst víti á hann. Ef Goodell vildi gæti hann látið endurtaka leikinn en nákvæmlega engar líkur eru á því að hann geri það. Þessari reglu hefur aldrei verið beitt til að breyta úrslitum leiks. Það er stutt í Super Bowl og Goodell mun því ekkert gera.Hey Roger pick up the phone. — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Eins og sjá má hér að ofan hefur útherji Saints, Michael Thomas, leitt mótmælaaðgerðirnar en hann mun þurfa að sætta sig við að komast ekki í Super Bowl í ár. Atvikið sem um ræðir má ekki endurskoða samkvæmt núgildandi reglum en því verður klárlega breytt núna. Það gerir þó lítið fyrir svekkta leikmenn Saints sem fá ekki að upplifa drauminn og spila í Super Bowl. NFL Tengdar fréttir Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. Dómarar leiksins misstu af augljósu broti varnarmanns Rams í leiknum sem hafði stór áhrif á framhaldið. Saint varð að reyna við vallarmark en hefði liðið fengið vítið þá hefðu þeir fengið fjórar nýjar tilraunir við mark Rams. Liðið hefði átt góðan möguleika á snertimarki í stað þess að sætta sig við vallarmark. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig náði Rams að jafna og senda leikinn í framlengingu. Þar unnu Hrútarnir svo en skuggi hvílir yfir úrslitunum vegna dómaramistakanna. Saints hefur grafið upp reglu sem gefur yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, tækifæri til þess að bregðast við einhverju mjög ósanngjörnu sem átti sér stað.Rule 17 Section 2 Article 3 @NFL — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Leikmenn Saints telja sig eðlilega hafa verið beittir órétti og vilja að Goodell taki í taumana. Meira að segja varnarmaður Rams viðurkenndi að þetta hefði verið augljóst víti á hann. Ef Goodell vildi gæti hann látið endurtaka leikinn en nákvæmlega engar líkur eru á því að hann geri það. Þessari reglu hefur aldrei verið beitt til að breyta úrslitum leiks. Það er stutt í Super Bowl og Goodell mun því ekkert gera.Hey Roger pick up the phone. — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Eins og sjá má hér að ofan hefur útherji Saints, Michael Thomas, leitt mótmælaaðgerðirnar en hann mun þurfa að sætta sig við að komast ekki í Super Bowl í ár. Atvikið sem um ræðir má ekki endurskoða samkvæmt núgildandi reglum en því verður klárlega breytt núna. Það gerir þó lítið fyrir svekkta leikmenn Saints sem fá ekki að upplifa drauminn og spila í Super Bowl.
NFL Tengdar fréttir Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30