Kvika breytti kröfum upp á 660 milljónir í hlutafé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Jakob Már Ásmundsson, nýr forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir Kvika banki, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, breytti í síðasta mánuði ríflega 660 milljóna króna kröfum sínum á hendur kortafyrirtækinu í hlutafé. Nam greiðsla fjárfestingarbankans þannig um 63 prósentum af heildarhlutafjáraukningu Kortaþjónustunnar sem var alls 1.055 milljónir króna. Bankinn, sem keypti kortafyrirtækið ásamt hópi einkafjárfesta á eina krónu í nóvember árið 2017, var í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í síðasta mánuði metinn hæfur af Fjármálaeftirlitinu til þess að fara með aukinn virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni eða hlut sem nemur nánar tiltekið yfir 50 prósentum af hlutafé fyrirtækisins. Á hluthafafundi Kortaþjónustunnar 18. desember síðastliðinn var samþykkt að lækka hlutafé kortafyrirtækisins um ríflega 1.157 milljónir króna, eða úr um 1.543 milljónum í 386 milljónir til þess að mæta tapi fyrirtækisins á síðasta ári. Í kjölfarið samþykkti fundurinn að hækka hlutaféð um allt að 1.055 milljónir króna en þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Eins og fram hefur komið í Markaðinum var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri Kortaþjónustunnar samhliða hlutafjáraukningunni. Hann lagði kortafyrirtækinu sjálfur til um 80 milljónir króna en aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Hrafn Þórðarson, fyrrverandi stjórnandi hjá Valitor, var kjörinn nýr í stjórn Kortaþjónustunnar á hluthafafundinum í desember en Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku, var á sama fundi kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins, eins og áður hefur komið fram. Með þeim í stjórn situr Hildur Árnadóttir sem gegndi áður stjórnarformennsku í fyrirtækinu. – kij Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Kvika banki, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, breytti í síðasta mánuði ríflega 660 milljóna króna kröfum sínum á hendur kortafyrirtækinu í hlutafé. Nam greiðsla fjárfestingarbankans þannig um 63 prósentum af heildarhlutafjáraukningu Kortaþjónustunnar sem var alls 1.055 milljónir króna. Bankinn, sem keypti kortafyrirtækið ásamt hópi einkafjárfesta á eina krónu í nóvember árið 2017, var í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í síðasta mánuði metinn hæfur af Fjármálaeftirlitinu til þess að fara með aukinn virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni eða hlut sem nemur nánar tiltekið yfir 50 prósentum af hlutafé fyrirtækisins. Á hluthafafundi Kortaþjónustunnar 18. desember síðastliðinn var samþykkt að lækka hlutafé kortafyrirtækisins um ríflega 1.157 milljónir króna, eða úr um 1.543 milljónum í 386 milljónir til þess að mæta tapi fyrirtækisins á síðasta ári. Í kjölfarið samþykkti fundurinn að hækka hlutaféð um allt að 1.055 milljónir króna en þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Eins og fram hefur komið í Markaðinum var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri Kortaþjónustunnar samhliða hlutafjáraukningunni. Hann lagði kortafyrirtækinu sjálfur til um 80 milljónir króna en aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Hrafn Þórðarson, fyrrverandi stjórnandi hjá Valitor, var kjörinn nýr í stjórn Kortaþjónustunnar á hluthafafundinum í desember en Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku, var á sama fundi kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins, eins og áður hefur komið fram. Með þeim í stjórn situr Hildur Árnadóttir sem gegndi áður stjórnarformennsku í fyrirtækinu. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira