Færri hælisumsóknir í fyrra en undanfarin ár Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 19:37 Útlendingastofnun veitti 160 manns alþjóðlega vernd í fyrra en 800 sóttu um hana. Fréttablaðið/GVA Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra. Hælisleitendur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra.
Hælisleitendur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira