Afléttu lögbanni á transbann Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2019 20:57 Trump telur að of mikill tilkostnaður fylgi því að leyfa transfólki að þjóna í Bandaríkjaher. Martin H. Simon/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41