Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 22:49 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.), leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23