Attenborough í Davos: Erfitt að ofmeta loftslagsvána Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 23:30 Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos í dag. Vísir/EPA Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500. Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500.
Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54