Sjáðu Luka rífa peysuna sína eftir „loftbolta“ í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 14:45 Luka Doncic. AP Photo/Aaron Gash Slóvenski nýliðinn og nýjasta stórstjarnan í NBA-deildinni, Luka Doncic, fann ekki körfuna í þriggja stiga skotum sínum í nótt og eftir eitt klúðrið þá fékk keppnistreyjan heldur betur að finna fyrir því. Luka Doncic var reyndar með 17 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum sem Dallas Mavericks vann en hann klikkaði hins vegar á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Doncic var virkilega ósáttur með eitt þeirra átta misheppnuðu þriggja stiga skota en hann bauð upp á „loftbolta“ þegar hann reyndi að skora lokakörfu fyrri hálfleiksins. Myndavélararnar fóru strax á Luka Doncic þegar hann gekk til búningsklefans í hálfleik og hann bauð upp á eitt „Hulk-móment“ eins og sjá má hér fyrir neðan.Luka Doncic is gonna need a new jersey. pic.twitter.com/O9xO9KUjF8 — Dime (@DimeUPROXX) January 23, 2019Luka Doncic er með 35,6 prósent þriggja stiga skotnýtingu á tímabilinu til þessa en í fyrstu 46 leikjum sínum með Dallas liðinu þá er hann með 19,9 stig, 6,8 fráköst og 5,3 stoðendingar að meðaltali í leik. Hann hefur aftur á móti aðeins hitt úr 14 af 46 skotum sínum í síðustu þremur leikjum (30 prósent) þar af aðeins 2 af 18 fyrir þriggja stiga línuna (11 prósent). Það skýrir að einhverju leiti þennan pirring í stráknum. Luka Doncic fékk fyrir leikinn verðlaun sín fyrir að vera kosinn besti nýlið mánaðarins eins og sjá má hér fyrir neðan.Luka Doncic receives Western Conference Kia NBA Rookie of the Month for December! He joins Jay Vincent (three times in 1981-82) as the only rookies in @dallasmavs history to win the award multiple times. #KiaROTM#MFFLpic.twitter.com/dpO9pzDJCy — NBA (@NBA) January 23, 2019 Luka Doncic átti líka flott tilþrif í leiknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Frábær leikmaður á ferðinni og leikmaður sem er enn bara nítján ára og á sínu fyrsta tímabili í bestu deild í heimi.Luka splits the defenders in style! #MFFL : https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/jGiYi3PsBT — NBA (@NBA) January 23, 2019The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Last night, Luka became the second youngest player in @NBAHistory to record a triple-double. Tonight, LAC@DAL action tips on #NBA League Pass! #MFFLpic.twitter.com/BrzqsEP2i1 — NBA (@NBA) January 23, 2019 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Slóvenski nýliðinn og nýjasta stórstjarnan í NBA-deildinni, Luka Doncic, fann ekki körfuna í þriggja stiga skotum sínum í nótt og eftir eitt klúðrið þá fékk keppnistreyjan heldur betur að finna fyrir því. Luka Doncic var reyndar með 17 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum sem Dallas Mavericks vann en hann klikkaði hins vegar á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Doncic var virkilega ósáttur með eitt þeirra átta misheppnuðu þriggja stiga skota en hann bauð upp á „loftbolta“ þegar hann reyndi að skora lokakörfu fyrri hálfleiksins. Myndavélararnar fóru strax á Luka Doncic þegar hann gekk til búningsklefans í hálfleik og hann bauð upp á eitt „Hulk-móment“ eins og sjá má hér fyrir neðan.Luka Doncic is gonna need a new jersey. pic.twitter.com/O9xO9KUjF8 — Dime (@DimeUPROXX) January 23, 2019Luka Doncic er með 35,6 prósent þriggja stiga skotnýtingu á tímabilinu til þessa en í fyrstu 46 leikjum sínum með Dallas liðinu þá er hann með 19,9 stig, 6,8 fráköst og 5,3 stoðendingar að meðaltali í leik. Hann hefur aftur á móti aðeins hitt úr 14 af 46 skotum sínum í síðustu þremur leikjum (30 prósent) þar af aðeins 2 af 18 fyrir þriggja stiga línuna (11 prósent). Það skýrir að einhverju leiti þennan pirring í stráknum. Luka Doncic fékk fyrir leikinn verðlaun sín fyrir að vera kosinn besti nýlið mánaðarins eins og sjá má hér fyrir neðan.Luka Doncic receives Western Conference Kia NBA Rookie of the Month for December! He joins Jay Vincent (three times in 1981-82) as the only rookies in @dallasmavs history to win the award multiple times. #KiaROTM#MFFLpic.twitter.com/dpO9pzDJCy — NBA (@NBA) January 23, 2019 Luka Doncic átti líka flott tilþrif í leiknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Frábær leikmaður á ferðinni og leikmaður sem er enn bara nítján ára og á sínu fyrsta tímabili í bestu deild í heimi.Luka splits the defenders in style! #MFFL : https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/jGiYi3PsBT — NBA (@NBA) January 23, 2019The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Last night, Luka became the second youngest player in @NBAHistory to record a triple-double. Tonight, LAC@DAL action tips on #NBA League Pass! #MFFLpic.twitter.com/BrzqsEP2i1 — NBA (@NBA) January 23, 2019
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira