Svekkjandi leiðarlok á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:45 Gísli Þorgeir Kristjánsson fær óblíðar móttökur frá José Toledo í leik Íslands og Brasilíu í Köln í gær. Hafnfirðingurinn skoraði tvö mörk. NORDICPHOTOS/GETTY Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira
Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira