Þegar Boston Celtics flutti næstum því félagið til Long Island Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 06:00 Larry Bird við hlið Michael Jordan í stjörnuleik NBA árið 1990. Vísir/Getty Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira