Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 16:10 Undanfarið ár hefur ekki verið það besta í rekstri Facebook en hér sést stofnandinn og forstjórinn Mark Zuckerberg fyrir bandarískri þingnefnd í fyrra. vísir/getty Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. Frá þessu er greint á vef BBC en þar segir að forritin verði öll áfram til notkunar. Þau verða hins vegar tengd saman á mun dýpra plani þannig að skilaboð geta farið á milli mismunandi forrita en Facebook segir að fyrirtækið sé aðeins á byrjunarreit á löngu ferli verkefnisins. Talið er að um sé að ræða persónulegt verkefni stofnanda og forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg. Gangi það eftir að tengja forritin þrjú saman mun Facebook-notandi geta átt í samskiptum við manneskju sem er bara með til dæmis Whatsapp. Það er ekki hægt í dag þar sem forritin eru alveg aðskilin. Zuckerberg er sagður þrýsta á um að verkefnið gangi eftir þar sem hann vill að skilaboðaþjónustan verði gagnlegri og notendur verji meira tíma í forritunum þremur. Verði það að veruleika að tengja forritin þrjú saman gæti Facebook orðið samkeppnishæfara við skilaboðaþjónustu Google og iMessage Apple að sögn blaðamanns The Verge, Makenu Kelly. Það að tengja forritin þrjú saman er merki um mikla stefnubreytingu hjá Facebook þar sem Instagram og Whatsapp hafa verið nánast algjörlega aðskilin fyrirtæki frá því að þau sameinuðust samfélagsmiðlarisa Zuckerberg. Þó nokkuð fjaðrafok hefur verið í kringum Facebook undanfarin misseri, ekki síst í kjölfar Cambridge Analytica-skandalsins en samnefnt greiningarfyrirtæki varð uppvíst að misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook-notenda í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Zuckerberg var meðal annars boðaður bæði fyrir bandaríska og breska þingnefnd vegna málsins. Facebook Tengdar fréttir Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. 6. janúar 2019 08:45 Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 21. desember 2018 09:15 Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis. 20. desember 2018 12:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. Frá þessu er greint á vef BBC en þar segir að forritin verði öll áfram til notkunar. Þau verða hins vegar tengd saman á mun dýpra plani þannig að skilaboð geta farið á milli mismunandi forrita en Facebook segir að fyrirtækið sé aðeins á byrjunarreit á löngu ferli verkefnisins. Talið er að um sé að ræða persónulegt verkefni stofnanda og forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg. Gangi það eftir að tengja forritin þrjú saman mun Facebook-notandi geta átt í samskiptum við manneskju sem er bara með til dæmis Whatsapp. Það er ekki hægt í dag þar sem forritin eru alveg aðskilin. Zuckerberg er sagður þrýsta á um að verkefnið gangi eftir þar sem hann vill að skilaboðaþjónustan verði gagnlegri og notendur verji meira tíma í forritunum þremur. Verði það að veruleika að tengja forritin þrjú saman gæti Facebook orðið samkeppnishæfara við skilaboðaþjónustu Google og iMessage Apple að sögn blaðamanns The Verge, Makenu Kelly. Það að tengja forritin þrjú saman er merki um mikla stefnubreytingu hjá Facebook þar sem Instagram og Whatsapp hafa verið nánast algjörlega aðskilin fyrirtæki frá því að þau sameinuðust samfélagsmiðlarisa Zuckerberg. Þó nokkuð fjaðrafok hefur verið í kringum Facebook undanfarin misseri, ekki síst í kjölfar Cambridge Analytica-skandalsins en samnefnt greiningarfyrirtæki varð uppvíst að misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook-notenda í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Zuckerberg var meðal annars boðaður bæði fyrir bandaríska og breska þingnefnd vegna málsins.
Facebook Tengdar fréttir Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. 6. janúar 2019 08:45 Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 21. desember 2018 09:15 Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis. 20. desember 2018 12:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. 6. janúar 2019 08:45
Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 21. desember 2018 09:15
Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis. 20. desember 2018 12:00