Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 18:26 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, mætti á sinn fyrsta þingfund frá því að Klaustursmálið kom upp í gær. Vísir/Vilhelm Dagblaðið DV fullyrðir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafi farið með ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þegar hann hélt því fram að muna ekkert eftir atburðum á barnum Klaustri í nóvember. Blaðið birtir upptöku af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist ítrekað muna eftir kvöldinu. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi fullyrti Gunnar Bragi að hann hefði fallið í óminni um leið og hann kom inn á Klaustur þar sem upptökur náðust af honum og nokkrum öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur. Minnisleysið hafi varað í 36 klukkustundir. „Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“.Það hefur ekki komið fyrir mig áður,“ sagði Gunnar Bragi á Hringbraut. DV og Stundin sögðu fyrst frá Klaustursupptökunum á sínum tíma. Fyrrnefnda blaðið birti nú í kvöld aftur hluta af upptöku af viðtali sem blaðamaður þess tók við Gunnar Braga þegar hann var fyrst spurður út í ummælin á Klaustri. Þar sagðist Gunnar Bragi endurtekið muna eftir því sem þingmennirnir ræddu. „Ég man bara að það flaug allur fjandinn þarna en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar,“ sagði Gunnar Bragi við blaðamann DV í nóvember. Gunnar Bragi svaraði ekki strax þegar Vísir reyndi að ná tali af honum nú í kvöld. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Dagblaðið DV fullyrðir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafi farið með ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þegar hann hélt því fram að muna ekkert eftir atburðum á barnum Klaustri í nóvember. Blaðið birtir upptöku af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist ítrekað muna eftir kvöldinu. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi fullyrti Gunnar Bragi að hann hefði fallið í óminni um leið og hann kom inn á Klaustur þar sem upptökur náðust af honum og nokkrum öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur. Minnisleysið hafi varað í 36 klukkustundir. „Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“.Það hefur ekki komið fyrir mig áður,“ sagði Gunnar Bragi á Hringbraut. DV og Stundin sögðu fyrst frá Klaustursupptökunum á sínum tíma. Fyrrnefnda blaðið birti nú í kvöld aftur hluta af upptöku af viðtali sem blaðamaður þess tók við Gunnar Braga þegar hann var fyrst spurður út í ummælin á Klaustri. Þar sagðist Gunnar Bragi endurtekið muna eftir því sem þingmennirnir ræddu. „Ég man bara að það flaug allur fjandinn þarna en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar,“ sagði Gunnar Bragi við blaðamann DV í nóvember. Gunnar Bragi svaraði ekki strax þegar Vísir reyndi að ná tali af honum nú í kvöld.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13