Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2019 09:00 Umsókn Íslandspósts er afturvirk en lög kveða á um að sótt skuli um framlag fram í tímann. Fréttablaðið/ernir Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hyggst nota peninginn úr sjóðnum, en sem stendur er ekki til króna með gati í sjóðnum, til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. ÍSP sótti um framlag úr sjóðnum í október vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði áranna 2013-17. Beiðni félagsins byggðist á skýrslu Copenhagen Economics frá síðasta vori um alþjónustubyrði ÍSP. Verkkaupi skýrslunnar var ÍSP. PFS svaraði ÍSP í nóvember en í svarbréfinu kom fram að stofnunin hygðist vísa frá hluta beiðninnar þar sem félagið hefði nú þegar fengið þá hluta bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Hvað kostnað af erlendum sendingum varðar sagði PFS að ÍSP hefði ekki haldið þeirri ástæðu á lofti fyrr en nýlega. Þá kemur fram í frumvarpi til nýrra póstlaga að sá kostnaður hafi ekki verið talinn til alþjónustubyrðar erlendis. ÍSP var veittur frestur til andmæla til upphafs árs en sá frestur var nýverið framlengdur til mánaðarloka.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri SA.Í bréfi FA eru tilgreindar fjórar röksemdir fyrir því að vísa beri umsókninni frá. Í fyrsta lagi séu ekki uppfyllt skilyrði fyrir efnismeðferð beiðninnar þar sem hún sé afturvirk. Umsóknir í sjóðinn skuli berast fyrir næstkomandi ár en umsókn ÍSP sé aftur á móti afturvirk. Í öðru lagi er af hálfu FA vikið að því, sem áður hefur komið fram í ákvörðunum PFS, að ÍSP hafi nú þegar fengið alþjónustubyrði sína bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Þá er bent á að tap ÍSP af samkeppnisrekstri megi rekja til þeirrar ákvörðunar félagsins að velta ekki kostnaði af erlendum sendingum út í verðið til neytandans. Að endingu er bent á að verði sjóðurinn virkjaður þurfi samkeppnisaðilar ÍSP, og ÍSP sjálfur, að greiða í sjóðinn og væru því að „standa straum af taprekstri á samkeppnishlið ÍSP“. „Við áttum okkur ekki alveg á því hví það tekur svona langan tíma að afgreiða þetta. Á sama hátt skiljum við ekki hví Samkeppniseftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við mjög augljós brot ÍSP á sátt við eftirlitið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Að mati Ólafs sé aðeins nauðsynlegt að vera læs til að sjá að ekki sé grundvöllur fyrir umsókn ÍSP í jöfnunarsjóðinn í því lagaumhverfi sem er í gildi. „Þetta er eitthvert pólitískt leikrit sett upp til að telja fólki trú um að félagið geti endurgreitt lánið. Það er alveg horft fram hjá því að sjóðurinn er tómur og ÍSP er lögum samkvæmt of seint að sækja um framlagið. Samt er þessum möguleika teflt fram við almenning og fjárlaganefnd Alþingis,“ segir Ólafur. Verði fallist á umsókn ÍSP úr sjóðnum gæti sú staða komið upp að ríkið þyrfti að leggja fé í sjóðinn. Þá fjármuni myndi félagið síðan nota til að endurgreiða ríkinu. „Ef það gerist verður þetta leikrit orðið að farsa,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hyggst nota peninginn úr sjóðnum, en sem stendur er ekki til króna með gati í sjóðnum, til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. ÍSP sótti um framlag úr sjóðnum í október vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði áranna 2013-17. Beiðni félagsins byggðist á skýrslu Copenhagen Economics frá síðasta vori um alþjónustubyrði ÍSP. Verkkaupi skýrslunnar var ÍSP. PFS svaraði ÍSP í nóvember en í svarbréfinu kom fram að stofnunin hygðist vísa frá hluta beiðninnar þar sem félagið hefði nú þegar fengið þá hluta bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Hvað kostnað af erlendum sendingum varðar sagði PFS að ÍSP hefði ekki haldið þeirri ástæðu á lofti fyrr en nýlega. Þá kemur fram í frumvarpi til nýrra póstlaga að sá kostnaður hafi ekki verið talinn til alþjónustubyrðar erlendis. ÍSP var veittur frestur til andmæla til upphafs árs en sá frestur var nýverið framlengdur til mánaðarloka.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri SA.Í bréfi FA eru tilgreindar fjórar röksemdir fyrir því að vísa beri umsókninni frá. Í fyrsta lagi séu ekki uppfyllt skilyrði fyrir efnismeðferð beiðninnar þar sem hún sé afturvirk. Umsóknir í sjóðinn skuli berast fyrir næstkomandi ár en umsókn ÍSP sé aftur á móti afturvirk. Í öðru lagi er af hálfu FA vikið að því, sem áður hefur komið fram í ákvörðunum PFS, að ÍSP hafi nú þegar fengið alþjónustubyrði sína bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Þá er bent á að tap ÍSP af samkeppnisrekstri megi rekja til þeirrar ákvörðunar félagsins að velta ekki kostnaði af erlendum sendingum út í verðið til neytandans. Að endingu er bent á að verði sjóðurinn virkjaður þurfi samkeppnisaðilar ÍSP, og ÍSP sjálfur, að greiða í sjóðinn og væru því að „standa straum af taprekstri á samkeppnishlið ÍSP“. „Við áttum okkur ekki alveg á því hví það tekur svona langan tíma að afgreiða þetta. Á sama hátt skiljum við ekki hví Samkeppniseftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við mjög augljós brot ÍSP á sátt við eftirlitið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Að mati Ólafs sé aðeins nauðsynlegt að vera læs til að sjá að ekki sé grundvöllur fyrir umsókn ÍSP í jöfnunarsjóðinn í því lagaumhverfi sem er í gildi. „Þetta er eitthvert pólitískt leikrit sett upp til að telja fólki trú um að félagið geti endurgreitt lánið. Það er alveg horft fram hjá því að sjóðurinn er tómur og ÍSP er lögum samkvæmt of seint að sækja um framlagið. Samt er þessum möguleika teflt fram við almenning og fjárlaganefnd Alþingis,“ segir Ólafur. Verði fallist á umsókn ÍSP úr sjóðnum gæti sú staða komið upp að ríkið þyrfti að leggja fé í sjóðinn. Þá fjármuni myndi félagið síðan nota til að endurgreiða ríkinu. „Ef það gerist verður þetta leikrit orðið að farsa,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira