Þjóðaröryggisráðgjafi Trump: Munu bregðast við ef starfsmenn sendiráðsins í Venesúela verði beittir ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 19:15 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Manuel Balce Ceneta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13