Körfubolti

Luka Doncic tók met af LeBron James í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic er enginn venjulegur NBA-nýliði.
Luka Doncic er enginn venjulegur NBA-nýliði. Getty/Stacy Revere
Luka Doncic, slóvenski nýliðinn hjá Dallas Mavericks, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hann varð fyrsti nýliðinn sem næra 30 stiga þrennu í sögu NBA-deildarinnar.





Doncic var þá með 35 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar í tapleik á móti Toronto Raptors. Hann bætti með þessu met LeBron James.

LeBron James var 20 ára og 100 daga gamall þegar hann náði 30 stiga þrennu í leik með Cleveland Cavaliers á móti Milwaukee Bucks 9. apríl 2005.

35 stiga þrennur eru líka ekki algengar hjá nýliðum enda hafa aðeins þrír aðrir náð því á undanförnum 35 tímabilum í NBA-deildinni og þeir eru Stephen Curry (10. febrúar 2010), Jason Kidd (11. apríl 1995) and Michael Jordan (14. janúar 1985). Aðeins sjö nýliðar hafa síðan afrekað það í allri NBA-sögunni.





Luka Doncic varð um leið fyrsti táningurinn sem nær að skora 30 stig með þrennu og enn fremur sá fyrsti sem nær tveimur þrennum sem táningur.





Táningar hafa aðeins náð þremur þrennum samtals í sögu NBA og á nú tvær þeirra. Sá þriðju á Markelle Fultz sem er jafnframt sá yngsti til að ná þrennu í NBA-leik.

Luka Doncic er með 20,2 stig, 6,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali á sínu fyrsta tímabili í NBA og það er orðið mjög líklegt að Dallas strákurinn verði kosinn besti nýliði tímabilisins.











NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×