Stórt skref stigið í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Frá fundi Zalmay Khalilzad, formanni samninganefndar Bandaríkjanna með Ashraf Ghani, forsætisráðherra Afganistan, í Kabúl. Vísir/AFP Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers. Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers.
Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59