Stórt skref stigið í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Frá fundi Zalmay Khalilzad, formanni samninganefndar Bandaríkjanna með Ashraf Ghani, forsætisráðherra Afganistan, í Kabúl. Vísir/AFP Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers. Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers.
Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent