Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar frumvarpi um að ríkið niðurgreiði sálfræðiþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00