Mæðgin reyndu ítrekað að vara Apple við Facetime-gallanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 20:29 Málið þykir neyðarlegt fyrir Apple sem segist leggja mikið upp úr friðhelgi einkalífsins samamber þessa risavöxnu auglýsingu. Getty/David Becker Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu. Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu.
Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29