Borgin greiðir helming af kostnaði við hin umdeildu pálmatré Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 23:15 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Mynd/Reykjavíkurborg Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00