Baráttan heldur áfram Þorvaldur Gylfason skrifar 10. janúar 2019 08:00 Atlanta – Baráttunni fyrir óskoruðum mannréttindum og jafnræði er hvergi nærri lokið, ekki heldur á Íslandi, þótt margt hafi áunnizt í tímans rás. Bandaríkin vitna um vandann. Landið byggðist m.a. í krafti þrælahalds sem var þá alsiða. Það kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 600 þúsund mannslíf að binda endi á þrælahaldið. Styrinn stóð þó ekki aðeins um þrælahald heldur einnig um hvar draga bæri mörkin milli fullveldis einstakra ríkja og alríkisstjórnarinnar. Þrælahald var mikilvæg orsök ófriðarins. Plantekrueigendur í suðurríkjunum töldu sig þurfa á þrælum að halda þótt þrælabúskapur mætti æ harðari andstöðu af hálfu norðurríkjanna. Þeir vildu því fá að ráða sér sjálfir frekar en að beygja sig undir yfirvofandi bann ríkjasambandsins gegn þrælahaldi. Afnám í áföngumAtburðarásin var hæg. Stiklum á stóru. Danir og Norðmenn hættu að verzla með þræla 1803. Haítí tók sér sjálfstæði og aflagði þrælahald 1804, Prússar 1807. Bretar afnámu millilandaverzlun með þræla 1807 og Bandaríkjamenn 1808, en þrælahald hélt þó áfram. Vínarfundurinn 1815 lýsti sig andvígan þrælahaldi. Frakkar bönnuðu þrælaverzlun 1818. Grikkir tóku sér sjálfstæði og afnámu þrælahald 1822. Brasilía bannaði verzlun með þræla 1831 en banninu var ekki framfylgt. Bretar afnámu þrælahald 1833 og það gerðu síðan Danir 1848 í nýlendu sinni í Vestur-Indíum þar sem nú eru Bandarísku Jómfrúreyjar. Argentína aflagði þrælahald 1853 og Rússland 1861. Það ár, 1861, tók Abraham Lincoln frá Illinois, eindreginn andstæðingur þrælahalds, við embætti forseta Bandaríkjanna. Bjuggust þá suðurríkin til að segja sig úr lögum við norðurríkin til að halda rétti sínum til þrælahalds. Borgarastríð skall á. Því lauk með sigri norðurríkjanna 1865 og var þrælahald þá bannað með breytingu á stjórnarskrá. Málið snerist ekki bara um að stöðva þrælahald í suðurríkjunum heldur einnig um að girða fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkjanna sem fór fjölgandi. Hefði þrælahald borizt þangað líka hefðu norðurríkin getað misst undirtökin á alríkisstjórninni í hendur þrælaríkja. Það mátti ekki verða. Búlgaría tók sér sjálfstæði 1879 og afnam þrælahald. Brasilía afnam þrælahald 1888 og Sádi-Arabía 1962. Máritanía afnam þrælahald 2007 (þetta er ekki prentvilla) og hafði þrælahald þá loksins verið bannað með lögum í öllum löndum heims. Mansal tíðkast þó enn allvíða utan laga.Við munum sigraEftir lok borgarastríðsins 1865 voru blökkumenn myrtir áfram í þúsundatali án dóms og laga, einkum í suðurríkjunum, eins og lýst er í nýju safni sem var opnað í vor leið í Montgomery í Alabama. Fjórum árum áður, 2014, var opnað í Atlanta í Georgíu, fæðingarborg blökkuleiðtogans Martins Luthers King, safn þar sem baráttusaga bandarískra blökkumanna er rakin í samhengi við þróun mannréttinda og þrálæti mannréttindabrota á heimsvísu. King var einn merkasti maður og mesti ræðuskörungur sinnar tíðar. Hann var Lyndon Johnson Bandaríkjaforseta innan handar þegar Johnson réðst í að ljúka loksins verkinu sem Abraham Lincoln hafði hafið 100 árum fyrr og reyna að tryggja svörtum að lögum sama rétt og hvítum. Johnson kom málinu í gegnum þingið í tveim áföngum gegn harðri andstöðu eigin flokksmanna í suðurríkjunum, fyrst með samþykkt almennrar réttindalöggjafar 1964 og síðan með samþykkt löggjafar sem var ætlað að tryggja blökkumönnum kosningarrétt til jafns við hvíta 1965. Í millitíðinni höfðu rasistar gengið fram með þvílíku offorsi gegn blökkumönnum að Johnson forseti sá sig knúinn til að taka upp orðfæri Kings í einni áhrifaríkustu ræðu („Við munum sigra“) sem nokkur forseti landsins hefur haldið. Hatur, reiði og rasismiÞessi nýju söfn í suðurríkjum Bandaríkjanna eru hliðstæð aðskilnaðarsafninu sem var opnað 2001 í Soweto í Jóhannesarborg í Suður-Afríku til að forða ranglætinu sem suður-afrískir blökkumenn voru beittir frá því að falla í gleymsku. Þessi söfn og önnur slík eru þörf áminning um að blökkumenn njóta ekki enn óskertra mannréttinda í Bandaríkjunum. Þessi söfn eru liður í áframhaldandi baráttu blökkumanna og annarra gegn þrálátu misrétti. Áttundi hver Bandaríkjamaður er svartur, en þriðji hver fangi í landinu er svartur. Enn ber á hatri, reiði og rasisma fyrri tíðar í Bandaríkjunum eins og Barrack Obama fv. forseti landsins lýsti í ræðu fyrir skömmu og fékk sjálfur að kenna á. Hatursglæpum í Bandaríkjunum fjölgaði um sjöttung frá 2016 til 2017. Helmingur slíkra glæpa beinist gegn blökkumönnum sem telja þó aðeins 13% af íbúum landsins. Trump forseti kyndir undir fordómum gegn blökkumönnum og innflytjendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Atlanta – Baráttunni fyrir óskoruðum mannréttindum og jafnræði er hvergi nærri lokið, ekki heldur á Íslandi, þótt margt hafi áunnizt í tímans rás. Bandaríkin vitna um vandann. Landið byggðist m.a. í krafti þrælahalds sem var þá alsiða. Það kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 600 þúsund mannslíf að binda endi á þrælahaldið. Styrinn stóð þó ekki aðeins um þrælahald heldur einnig um hvar draga bæri mörkin milli fullveldis einstakra ríkja og alríkisstjórnarinnar. Þrælahald var mikilvæg orsök ófriðarins. Plantekrueigendur í suðurríkjunum töldu sig þurfa á þrælum að halda þótt þrælabúskapur mætti æ harðari andstöðu af hálfu norðurríkjanna. Þeir vildu því fá að ráða sér sjálfir frekar en að beygja sig undir yfirvofandi bann ríkjasambandsins gegn þrælahaldi. Afnám í áföngumAtburðarásin var hæg. Stiklum á stóru. Danir og Norðmenn hættu að verzla með þræla 1803. Haítí tók sér sjálfstæði og aflagði þrælahald 1804, Prússar 1807. Bretar afnámu millilandaverzlun með þræla 1807 og Bandaríkjamenn 1808, en þrælahald hélt þó áfram. Vínarfundurinn 1815 lýsti sig andvígan þrælahaldi. Frakkar bönnuðu þrælaverzlun 1818. Grikkir tóku sér sjálfstæði og afnámu þrælahald 1822. Brasilía bannaði verzlun með þræla 1831 en banninu var ekki framfylgt. Bretar afnámu þrælahald 1833 og það gerðu síðan Danir 1848 í nýlendu sinni í Vestur-Indíum þar sem nú eru Bandarísku Jómfrúreyjar. Argentína aflagði þrælahald 1853 og Rússland 1861. Það ár, 1861, tók Abraham Lincoln frá Illinois, eindreginn andstæðingur þrælahalds, við embætti forseta Bandaríkjanna. Bjuggust þá suðurríkin til að segja sig úr lögum við norðurríkin til að halda rétti sínum til þrælahalds. Borgarastríð skall á. Því lauk með sigri norðurríkjanna 1865 og var þrælahald þá bannað með breytingu á stjórnarskrá. Málið snerist ekki bara um að stöðva þrælahald í suðurríkjunum heldur einnig um að girða fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkjanna sem fór fjölgandi. Hefði þrælahald borizt þangað líka hefðu norðurríkin getað misst undirtökin á alríkisstjórninni í hendur þrælaríkja. Það mátti ekki verða. Búlgaría tók sér sjálfstæði 1879 og afnam þrælahald. Brasilía afnam þrælahald 1888 og Sádi-Arabía 1962. Máritanía afnam þrælahald 2007 (þetta er ekki prentvilla) og hafði þrælahald þá loksins verið bannað með lögum í öllum löndum heims. Mansal tíðkast þó enn allvíða utan laga.Við munum sigraEftir lok borgarastríðsins 1865 voru blökkumenn myrtir áfram í þúsundatali án dóms og laga, einkum í suðurríkjunum, eins og lýst er í nýju safni sem var opnað í vor leið í Montgomery í Alabama. Fjórum árum áður, 2014, var opnað í Atlanta í Georgíu, fæðingarborg blökkuleiðtogans Martins Luthers King, safn þar sem baráttusaga bandarískra blökkumanna er rakin í samhengi við þróun mannréttinda og þrálæti mannréttindabrota á heimsvísu. King var einn merkasti maður og mesti ræðuskörungur sinnar tíðar. Hann var Lyndon Johnson Bandaríkjaforseta innan handar þegar Johnson réðst í að ljúka loksins verkinu sem Abraham Lincoln hafði hafið 100 árum fyrr og reyna að tryggja svörtum að lögum sama rétt og hvítum. Johnson kom málinu í gegnum þingið í tveim áföngum gegn harðri andstöðu eigin flokksmanna í suðurríkjunum, fyrst með samþykkt almennrar réttindalöggjafar 1964 og síðan með samþykkt löggjafar sem var ætlað að tryggja blökkumönnum kosningarrétt til jafns við hvíta 1965. Í millitíðinni höfðu rasistar gengið fram með þvílíku offorsi gegn blökkumönnum að Johnson forseti sá sig knúinn til að taka upp orðfæri Kings í einni áhrifaríkustu ræðu („Við munum sigra“) sem nokkur forseti landsins hefur haldið. Hatur, reiði og rasismiÞessi nýju söfn í suðurríkjum Bandaríkjanna eru hliðstæð aðskilnaðarsafninu sem var opnað 2001 í Soweto í Jóhannesarborg í Suður-Afríku til að forða ranglætinu sem suður-afrískir blökkumenn voru beittir frá því að falla í gleymsku. Þessi söfn og önnur slík eru þörf áminning um að blökkumenn njóta ekki enn óskertra mannréttinda í Bandaríkjunum. Þessi söfn eru liður í áframhaldandi baráttu blökkumanna og annarra gegn þrálátu misrétti. Áttundi hver Bandaríkjamaður er svartur, en þriðji hver fangi í landinu er svartur. Enn ber á hatri, reiði og rasisma fyrri tíðar í Bandaríkjunum eins og Barrack Obama fv. forseti landsins lýsti í ræðu fyrir skömmu og fékk sjálfur að kenna á. Hatursglæpum í Bandaríkjunum fjölgaði um sjöttung frá 2016 til 2017. Helmingur slíkra glæpa beinist gegn blökkumönnum sem telja þó aðeins 13% af íbúum landsins. Trump forseti kyndir undir fordómum gegn blökkumönnum og innflytjendum.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar