Hægðist á vitlausu veðri um miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 07:01 Um tuttugu verkefni komu á borð lögreglu á Akureyri vegna veðurs í gærkvöldi. Fréttablaðið/GVA Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36
Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27