Tókst í nótt að gera það með Lakers sem Kobe Bryant náði aldrei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:30 Kyle Kuzma og Kobe Bryant. Vísir/Samsett/Getty Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019 NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira