Flotið sofandi að feigðarósi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:38 Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun