Flotið sofandi að feigðarósi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:38 Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar