Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 15:21 Bragginn í Nauthólsvík olli miklu umtali á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Í samtali við fréttastofu segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, að þótt skýrsla innri endurskoðunar varpi góðu ljósi á málið þurfi að grípa til enn frekari aðgerða þar sem að þar komi meðal annars fram að bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Kolbrún ásamt Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, óskuðu eftir því að innri endurskoðandi væri til svara á borgarráðsfundi sem fram fór í morgun. Að sögn Kolbrúnar fengust góð svör við ýmsum þeim þáttum sem henni þóttu ekki liggja nógu skýrt fyrir. Í bókun Vigdísar Hauksdóttur fyrir hönd Miðflokksins lýsir hún furðu sinni á því að borgarstjóri, borgarritari og borgarlögmaður hafi ekki vikiða af fundi undir dagskrárliðnum. „Þessir aðilar eru persónur og leikendur þegar kemur að braggamálinu. Kjörnir fulltrúar verða að hafa frelsi til beinna samskipta við skýrsluhöfunda í svo alvarlegum málum án áheyrnar þeirra sem um er fjallað í skýrslunni. Það er mjög nauðsynlegt ekki síst í ljósi þess að mikilvægt er að aðilar geti ekki samræmt framburð sinn eftir því hvernig spurningum borgarfulltrúa og svörum innri endurskoðunar framvindur,“ segir ennfremur í bókuninni. Þá upplýsir hún um það í bókuninni að fulltrúar flokkanna tveggja hyggist leggja til við borgarstjórn að málinu verði vísað til héraðssaksóknara til ferkari yfirferðar og rannsóknar. „Mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar eru í skýrslunni m.a. um alvarleg lögbrot sem of langt mál er að fara yfir í bókun þessari,“ segir í bókuninni. Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Rúnar Gunnarsson ljósmyndari sýnir einstakar myndir af bragganum. 9. janúar 2019 14:53 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Í samtali við fréttastofu segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, að þótt skýrsla innri endurskoðunar varpi góðu ljósi á málið þurfi að grípa til enn frekari aðgerða þar sem að þar komi meðal annars fram að bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Kolbrún ásamt Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, óskuðu eftir því að innri endurskoðandi væri til svara á borgarráðsfundi sem fram fór í morgun. Að sögn Kolbrúnar fengust góð svör við ýmsum þeim þáttum sem henni þóttu ekki liggja nógu skýrt fyrir. Í bókun Vigdísar Hauksdóttur fyrir hönd Miðflokksins lýsir hún furðu sinni á því að borgarstjóri, borgarritari og borgarlögmaður hafi ekki vikiða af fundi undir dagskrárliðnum. „Þessir aðilar eru persónur og leikendur þegar kemur að braggamálinu. Kjörnir fulltrúar verða að hafa frelsi til beinna samskipta við skýrsluhöfunda í svo alvarlegum málum án áheyrnar þeirra sem um er fjallað í skýrslunni. Það er mjög nauðsynlegt ekki síst í ljósi þess að mikilvægt er að aðilar geti ekki samræmt framburð sinn eftir því hvernig spurningum borgarfulltrúa og svörum innri endurskoðunar framvindur,“ segir ennfremur í bókuninni. Þá upplýsir hún um það í bókuninni að fulltrúar flokkanna tveggja hyggist leggja til við borgarstjórn að málinu verði vísað til héraðssaksóknara til ferkari yfirferðar og rannsóknar. „Mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar eru í skýrslunni m.a. um alvarleg lögbrot sem of langt mál er að fara yfir í bókun þessari,“ segir í bókuninni.
Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Rúnar Gunnarsson ljósmyndari sýnir einstakar myndir af bragganum. 9. janúar 2019 14:53 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Rúnar Gunnarsson ljósmyndari sýnir einstakar myndir af bragganum. 9. janúar 2019 14:53