Aðeins þriðja flugvélin sem hefur verið kyrrsett upp í skuld Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotu félagsins á Reykjavíkurflugvelli í gær. Fréttablaðið/Ernir Kyrrsetning Isavia á Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis á þriðjudag vegna skulda var þriðja skiptið sem félagið beitir því úrræði. Eigandi Ernis kvaðst hafa fengið aðgang að flugvélinni aftur í gær en að uppgjör væri í ferli. Gagnrýnir að vera kyrrsettur meðan aðrir virðist sleppa með mun hærri skuldir á bakinu. „Þetta verður leyst og vélin er að losna úr prísundinni núna á eftir. Við fáum að taka vélina til okkar og klára þá vinnu sem var í gangi,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, um kyrrsetninguna sem Fréttablaðið greindi fyrst frá í gær. Hann segir kyrrsetninguna vissulega hafa komið sér illa en helst vegna þess að félagið er með erlenda sérfræðinga á landinu sem ætluðu að þjálfa starfsmenn Ernis í viðhaldi hennar og umgengni. Ekki hafi staðið til að fljúga henni fyrr en í sumar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nemur skuld Ernis við Isavia vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda innanlands 98 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var ekki tilviljun að nýja vélin, sem ekki er í áætlunarflugi, varð fyrir valinu enda úrræðið ekki hugsað til að lama starfsemi flugfélagsins. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í Fréttablaðinu að Ernir þyrfti að gera upp skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir henni til að losa vélina. Hörður segir skuldamálin vera í ferli. „Það ferli er búið að taka nokkra mánuði. Þetta er lítil skuld, en auðvitað stór fyrir lítið fyrirtæki, en það eru önnur fyrirtæki sem skulda milljarða og er ekki búið að stoppa,“ segir Hörður og kveðst þar vísa til frétta af skuldum WOW air við Isavia sem Morgunblaðið greindi frá á dögunum. WOW air hefur aftur á móti vísað því á bug að hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða líkt og fullyrt var. „Það mátti ekki stoppa þá. Þá myndi krónan falla um 13 prósent og öll ferðaþjónustan færi á hliðina, sagði í fréttum. En það er líka ferðaþjónusta á landsbyggðinni og við erum að aðstoða hana með því að koma til hennar farþegum og fólki um allt land,“ segir Hörður.Frá kyrrsetningaraðgerðum Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/StefánHann segir of mikla þjónustulund hafa sligað félagið. „Sannleikurinn er sá að við vorum með of mikla þjónustulund. Við keyrðum of margar ferðir á þessa staði og náðum ekki upp þeirri sætanýtingu sem við hefðum þurft sem gerði það að verkum að það varð of dýrt að halda úti vetrarsamgöngum.“ Kyrrsetning vélar, líkt og á þriðjudag, er lokaúrræði hjá Isavia en samkvæmt upplýsingum frá félaginu var þetta í þriðja skipti sem þessu úrræði er beitt. Síðast var það í október 2017 þegar vél þýska flugfélagsins Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna umtalsverðra vanskila eins og það var kallað. Var vélinni haldið í um tíu daga. Fyrsta kyrrsetning af hálfu Isavia var í október 2012, þegar vél tékknesks flugfélags, Holiday Czech Airlines, á vegum Iceland Express var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna ógreiddra lendingargjalda, aðeins nokkrum dögum áður en rekstur Iceland Express var seldur WOW air. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kyrrsetning Isavia á Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis á þriðjudag vegna skulda var þriðja skiptið sem félagið beitir því úrræði. Eigandi Ernis kvaðst hafa fengið aðgang að flugvélinni aftur í gær en að uppgjör væri í ferli. Gagnrýnir að vera kyrrsettur meðan aðrir virðist sleppa með mun hærri skuldir á bakinu. „Þetta verður leyst og vélin er að losna úr prísundinni núna á eftir. Við fáum að taka vélina til okkar og klára þá vinnu sem var í gangi,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, um kyrrsetninguna sem Fréttablaðið greindi fyrst frá í gær. Hann segir kyrrsetninguna vissulega hafa komið sér illa en helst vegna þess að félagið er með erlenda sérfræðinga á landinu sem ætluðu að þjálfa starfsmenn Ernis í viðhaldi hennar og umgengni. Ekki hafi staðið til að fljúga henni fyrr en í sumar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nemur skuld Ernis við Isavia vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda innanlands 98 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var ekki tilviljun að nýja vélin, sem ekki er í áætlunarflugi, varð fyrir valinu enda úrræðið ekki hugsað til að lama starfsemi flugfélagsins. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í Fréttablaðinu að Ernir þyrfti að gera upp skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir henni til að losa vélina. Hörður segir skuldamálin vera í ferli. „Það ferli er búið að taka nokkra mánuði. Þetta er lítil skuld, en auðvitað stór fyrir lítið fyrirtæki, en það eru önnur fyrirtæki sem skulda milljarða og er ekki búið að stoppa,“ segir Hörður og kveðst þar vísa til frétta af skuldum WOW air við Isavia sem Morgunblaðið greindi frá á dögunum. WOW air hefur aftur á móti vísað því á bug að hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða líkt og fullyrt var. „Það mátti ekki stoppa þá. Þá myndi krónan falla um 13 prósent og öll ferðaþjónustan færi á hliðina, sagði í fréttum. En það er líka ferðaþjónusta á landsbyggðinni og við erum að aðstoða hana með því að koma til hennar farþegum og fólki um allt land,“ segir Hörður.Frá kyrrsetningaraðgerðum Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/StefánHann segir of mikla þjónustulund hafa sligað félagið. „Sannleikurinn er sá að við vorum með of mikla þjónustulund. Við keyrðum of margar ferðir á þessa staði og náðum ekki upp þeirri sætanýtingu sem við hefðum þurft sem gerði það að verkum að það varð of dýrt að halda úti vetrarsamgöngum.“ Kyrrsetning vélar, líkt og á þriðjudag, er lokaúrræði hjá Isavia en samkvæmt upplýsingum frá félaginu var þetta í þriðja skipti sem þessu úrræði er beitt. Síðast var það í október 2017 þegar vél þýska flugfélagsins Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna umtalsverðra vanskila eins og það var kallað. Var vélinni haldið í um tíu daga. Fyrsta kyrrsetning af hálfu Isavia var í október 2012, þegar vél tékknesks flugfélags, Holiday Czech Airlines, á vegum Iceland Express var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna ógreiddra lendingargjalda, aðeins nokkrum dögum áður en rekstur Iceland Express var seldur WOW air.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. 10. janúar 2019 19:30
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00