Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Felix Tshisekedi, næsti forseti Austur-Kongó að öllu óbreyttu, á fundi með stuðningsmönnum í gær. Nordicphotos/AFP Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24