Kraftlyftingakona ársins er vegan: „Aldrei hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2019 16:30 Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage verður í Íslandi í dag í kvöld. „Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Aflraunir Vegan Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
„Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Aflraunir Vegan Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira