Elísabet Ýr sýknuð í meiðyrðamáli Bjarna Hilmars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 13:36 Bjarni Hilmar Jónsson stefndi Elísabetu Ýr fyrir það sem hann taldi ærumeiðandi ummæi. Héraðsdómari var ekki á sama máli. visir/hanna Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15
Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04