Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2019 19:16 vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53
Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44